Bann gegn guðlasti lögfest á ný Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. júní 2022 17:30 Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar. Það er að réttarbót að tryggja að bann við mismunun taki til mismununar á grundvelli framangreindra atriða, að einu undanskildu þó. Ef lögum er breytt á þann veg að gagnrýni á trúarbrögð kunni að teljast mismunun þá kann það að leiða til skerðingar á tjáningarfrelsi með sama hætti og bann við guðlasti. Hér er verið að gera trú, trúartilfinningu og trúarlíf að verndarhagsmunum laganna og hegðun (áreitni) sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu fólks og skapa aðstæður sem eru meðal annars móðgandi vegna trúar einstaklings. Ekki er útilokað að Alþingi kunni að lögfesta að nýju bann við guðlasti, fyrir slysni. Árið 2015 var bann gegn guðlasti var numið úr gildi. Ákvæði 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 lýsti athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast og var eftirfarandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, var háð mati hverju sinni og einungis dómstóla að skera úr um. Árið 1984 féll hæstaréttardómur um guðlast (125. gr. hegningarlaga) í máli tímaritsins Spegillinn. Í dómsorði sagði að verndarandlag ákvæðisins væri trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði. Taldist því brot að smána trú og trúarlíf fólk ef verknaðinum fylgdi ekki framlag til málefnalegrar umræðu. Í athugasemdum við frumvarp það sem felldi á brott bann gegn guðlasti segir að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Fólk hafi ólíka sýn á lífið og því sé viðbúið að tjáning sem einn telur eðlilega telji annar móðgandi. Verði frumvarpið að lögum mun það falla undir áreitni ef einhver misbýður virðingu viðkomandi vegna trúar og skapar aðstæður sem eru niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi vegna trúar. Hér er kveðið á um sömu verndarhagsmuni og voru í lögum um bann gegn guðlasti. Hér er því verið að lögfesta bann gegn guðlasti aftur og samhliða því verið að skerða tjáningarfrelsi almennings. Í frjálsu samfélagi er tjáning án ótta við refsingu af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra er grundvallaratriði. Ljóst er af greinargerð frumvarpsins að ekki hefur verið athugað hvort efni þess kunni fela í lögfestingu á banni við guðlasti að nýju. Frumvarpið er því ekki nægjanlega vel unnið og ígrundað. Annað sem er sætir furðu við nefnt frumvarp er að verði það að lögum verða tvenn lög á Íslandi um jafna meðferð fólks, annars vegar lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Ekki liggur fyrir hvort lögin tvenn veiti fólki sömu réttarvernd með því að tryggja því jafna meðferð í samfélagi innan og utan vinnustaðar. Sé um sömu réttarverndina að ræða þarf að svara því hvers vegna verið sé að kveða á um hana í tvennum lögum. Skilin á gildissviði laganna þurfa einnig að vera skýr, það er hvenær lögin um jafna meðferð utan vinnumarkaðar gild og hvenær lögin innan vinnumarkaðar. Engin nauðsyn er á að tvenn lög tryggi fólki jafna meðferð í samfélaginu, ein utan vinnumarkaðar og önnur lög innan vinnumarkaðar. Það getur skapað misræmi í réttarverndinni og leitt til mismunandi réttarverndar í lagaframkvæmd. Forsætisráðherra virðist hafa lagt fram ofangreint frumvarp af kannski meira kappi en forsjá er kemur að því að lögfesta réttinn til jafnrar meðferðar fólks í samfélaginu og án þess að líta til mikilvægis tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsið er hornsteinn allra lýðræðis samfélaga. Þau grundvallarmannréttindi geta falið í sér rétt og frelsi til að móðga aðra, að minnsta kosti þegar kemur að trú líkt og Alþingi féllst á árið 2015. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Flokkur fólksins Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar. Það er að réttarbót að tryggja að bann við mismunun taki til mismununar á grundvelli framangreindra atriða, að einu undanskildu þó. Ef lögum er breytt á þann veg að gagnrýni á trúarbrögð kunni að teljast mismunun þá kann það að leiða til skerðingar á tjáningarfrelsi með sama hætti og bann við guðlasti. Hér er verið að gera trú, trúartilfinningu og trúarlíf að verndarhagsmunum laganna og hegðun (áreitni) sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu fólks og skapa aðstæður sem eru meðal annars móðgandi vegna trúar einstaklings. Ekki er útilokað að Alþingi kunni að lögfesta að nýju bann við guðlasti, fyrir slysni. Árið 2015 var bann gegn guðlasti var numið úr gildi. Ákvæði 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 lýsti athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast og var eftirfarandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, var háð mati hverju sinni og einungis dómstóla að skera úr um. Árið 1984 féll hæstaréttardómur um guðlast (125. gr. hegningarlaga) í máli tímaritsins Spegillinn. Í dómsorði sagði að verndarandlag ákvæðisins væri trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði. Taldist því brot að smána trú og trúarlíf fólk ef verknaðinum fylgdi ekki framlag til málefnalegrar umræðu. Í athugasemdum við frumvarp það sem felldi á brott bann gegn guðlasti segir að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Fólk hafi ólíka sýn á lífið og því sé viðbúið að tjáning sem einn telur eðlilega telji annar móðgandi. Verði frumvarpið að lögum mun það falla undir áreitni ef einhver misbýður virðingu viðkomandi vegna trúar og skapar aðstæður sem eru niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi vegna trúar. Hér er kveðið á um sömu verndarhagsmuni og voru í lögum um bann gegn guðlasti. Hér er því verið að lögfesta bann gegn guðlasti aftur og samhliða því verið að skerða tjáningarfrelsi almennings. Í frjálsu samfélagi er tjáning án ótta við refsingu af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra er grundvallaratriði. Ljóst er af greinargerð frumvarpsins að ekki hefur verið athugað hvort efni þess kunni fela í lögfestingu á banni við guðlasti að nýju. Frumvarpið er því ekki nægjanlega vel unnið og ígrundað. Annað sem er sætir furðu við nefnt frumvarp er að verði það að lögum verða tvenn lög á Íslandi um jafna meðferð fólks, annars vegar lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Ekki liggur fyrir hvort lögin tvenn veiti fólki sömu réttarvernd með því að tryggja því jafna meðferð í samfélagi innan og utan vinnustaðar. Sé um sömu réttarverndina að ræða þarf að svara því hvers vegna verið sé að kveða á um hana í tvennum lögum. Skilin á gildissviði laganna þurfa einnig að vera skýr, það er hvenær lögin um jafna meðferð utan vinnumarkaðar gild og hvenær lögin innan vinnumarkaðar. Engin nauðsyn er á að tvenn lög tryggi fólki jafna meðferð í samfélaginu, ein utan vinnumarkaðar og önnur lög innan vinnumarkaðar. Það getur skapað misræmi í réttarverndinni og leitt til mismunandi réttarverndar í lagaframkvæmd. Forsætisráðherra virðist hafa lagt fram ofangreint frumvarp af kannski meira kappi en forsjá er kemur að því að lögfesta réttinn til jafnrar meðferðar fólks í samfélaginu og án þess að líta til mikilvægis tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsið er hornsteinn allra lýðræðis samfélaga. Þau grundvallarmannréttindi geta falið í sér rétt og frelsi til að móðga aðra, að minnsta kosti þegar kemur að trú líkt og Alþingi féllst á árið 2015. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður Allsherjar- og menntamálanefndar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar