Um er að ræða styttu af því þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í bringuna í úrslitaleik Frakklands og Ítalíu á HM 2006.
Zidane var rekinn af velli og Ítalía vann í vítaspyrnukeppni en það sem gerði atvikið ódauðlegt var að Zidane lagði skóna á hilluna eftir mótið. Hann lék hvorki með félagsliði né landsliði á nýjan leik.

Coup de tete-styttan verður hluti af nýju íþróttasafni í Katar en segja má að hún hafi verið í felum í hartnær níu ár. Aðeins nokkrum dögum eftir að hún var frumsýnd árið 2013 var hún fjarlægð þar sem hún þótti fegra ofbeldi.
„Þróun á sér stað í samfélögum. Það tekur allt tíma og það sem fólk gagnrýnir í upphafi getur það skilið og tekið í sátt síðar meir,“ sagði Sheikha al-Mayassa al-Thani, systir emírsins í Ktar og stjórnarkona safna landsins.
„Zidane er mikill vinur Katar og frábær fyrirmynd fyrir Araba. Markmið okkar er að styrkja fólk,“ bætti hún við að lokum.