Brynjólfur Willumsson: Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik Sverrir Mar Smárason skrifar 8. júní 2022 20:51 Brynjólfur með boltann í leiknum í kvöld. Visir/ Diego Íslenska u21 landslið karla er í góðum séns á því að komast í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023 eftir góðan sigur á Hvíta-Rússlandi hér heima í dag, 3-1. Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði liðsins, var sáttur við sigurinn í dag. „Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira
„Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira
Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00