Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2022 12:29 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir ný breyttar reglur lífeyrissjóða færa tugi milljarða frá yngri kynslóðum til þeirra eldri. Stöð 2/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02
Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01
Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01