Á það til að vakna um miðjar nætur og gera tékklista Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. júní 2022 10:00 Það er fjörug helgi framundan hjá Önnu Björk Árnardóttur framkvæmdastjóra Eventum sem meðal annars er búin að vera á fullu að undirbúa fjölbreytta dagskrá við Reykjavíkurhöfn í tilefni Sjómannadagsins á morgun. Vísir/Vilhelm Anna Björk Árnadóttir framkvæmdastýra Eventum segist vera með fullt af verkefnalistum og eigi það meira að segja til að vakna upp um miðjar nætur til að gera tékklista. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan sjö alla morgna þar sem það er mitt hlutverk að ræsa alla og koma öllum af stað inn í daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn á að vekja og knúsa stelpurnar mínar og fer að laga kaffi og morgunmat handa liðinu. Þegar búið er að koma öllum út finnst mér virkilega gott að byrja minn vinnudag á hálftíma göngu í hverfinu, ef tími gefst til, aðeins til að hreinsa hugann og mæta fersk upp á skrifstofu.“ Hvaða íslenski sumarsmellur kemur þér alltaf í sólskinsskap og fær þig til að syngja með? Vor í Vaglaskógi með Kaleo kemur mér alltaf í sólskinsskap þar sem við fjölskyldan áttum svo gott ferðasumar eitt árið þar sem þessi smellur fékk að hljóma í hverri bílferð.“ Önnu finnst gott að liggja í smá stund í rúminu á kvöldin og fara yfir það í huganum hvaða verkefni eru framundan næsta dag. Önnu finnst líka gott að hreinsa hugann í göngutúr á morgnana og mæta síðan fersk á skrifstofuna.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessi dagana er mikið um að vera enda þörfin til að lyfta sér upp sjaldan verið meiri. Ég er þessa stundina að vinna að skipulagningu 60 ára afmælis BYKO og svo Sjómannadeginum í Reykjavík. Það verður nóg um að vera fyrir fjölskyldur þessa komandi helgina en það er svakalega skemmtilega dagskrá í BYKO Breiddinni á laugardaginn þar sem boðið verður upp á frábæra skemmtidagskrá á sviði ásamt fullt af góðum kræsingum og geggjuðum tilboðum. Á sunnudaginn fögnum við svo Sjómannadeginum við Reykjavíkurhöfn, en á Grandagarði verður pakkfull dagskrá af alls kyns uppákomum til dæmis siglingar með varðskipinu Þór, fjölskylduratleikur, fiskflökunarkeppni, koddaslagur, reipitog, tvö svið stútfull af frábærum skemmtikröftum og margt fleira. Auk þess verður heiðrun Sjómanna haldin hátíðleg í Hörpu klukkan tvö á sunnudaginn. Það er því um að gera að gera sér glaðan dag og eiga góða fjölskyldustund saman. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er með endalaust af verkefnalistum. Ég nota mikið tékklista og finns mjög gott að gera tékklista fyrir hvern dag, það sem ekki klárast þann daginn færist yfir á næsta. En svo er þetta svo mikið í hausnum á manni og það kemur alveg fyrir að maður vaknar um miðjar nætur og byrjar að gera tékklista, því er alltaf gott að hafa blað og penna á náttborðinu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er oftast að koma mér í háttinn uppúr klukkan ellefu en þá á maður eftir að liggja í smá stund og fara yfir daginn og rifja upp hvað sé framundan næsta dag.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. 21. maí 2022 10:00 „Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00 Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01 Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. 30. apríl 2022 10:01 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan sjö alla morgna þar sem það er mitt hlutverk að ræsa alla og koma öllum af stað inn í daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn á að vekja og knúsa stelpurnar mínar og fer að laga kaffi og morgunmat handa liðinu. Þegar búið er að koma öllum út finnst mér virkilega gott að byrja minn vinnudag á hálftíma göngu í hverfinu, ef tími gefst til, aðeins til að hreinsa hugann og mæta fersk upp á skrifstofu.“ Hvaða íslenski sumarsmellur kemur þér alltaf í sólskinsskap og fær þig til að syngja með? Vor í Vaglaskógi með Kaleo kemur mér alltaf í sólskinsskap þar sem við fjölskyldan áttum svo gott ferðasumar eitt árið þar sem þessi smellur fékk að hljóma í hverri bílferð.“ Önnu finnst gott að liggja í smá stund í rúminu á kvöldin og fara yfir það í huganum hvaða verkefni eru framundan næsta dag. Önnu finnst líka gott að hreinsa hugann í göngutúr á morgnana og mæta síðan fersk á skrifstofuna.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessi dagana er mikið um að vera enda þörfin til að lyfta sér upp sjaldan verið meiri. Ég er þessa stundina að vinna að skipulagningu 60 ára afmælis BYKO og svo Sjómannadeginum í Reykjavík. Það verður nóg um að vera fyrir fjölskyldur þessa komandi helgina en það er svakalega skemmtilega dagskrá í BYKO Breiddinni á laugardaginn þar sem boðið verður upp á frábæra skemmtidagskrá á sviði ásamt fullt af góðum kræsingum og geggjuðum tilboðum. Á sunnudaginn fögnum við svo Sjómannadeginum við Reykjavíkurhöfn, en á Grandagarði verður pakkfull dagskrá af alls kyns uppákomum til dæmis siglingar með varðskipinu Þór, fjölskylduratleikur, fiskflökunarkeppni, koddaslagur, reipitog, tvö svið stútfull af frábærum skemmtikröftum og margt fleira. Auk þess verður heiðrun Sjómanna haldin hátíðleg í Hörpu klukkan tvö á sunnudaginn. Það er því um að gera að gera sér glaðan dag og eiga góða fjölskyldustund saman. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er með endalaust af verkefnalistum. Ég nota mikið tékklista og finns mjög gott að gera tékklista fyrir hvern dag, það sem ekki klárast þann daginn færist yfir á næsta. En svo er þetta svo mikið í hausnum á manni og það kemur alveg fyrir að maður vaknar um miðjar nætur og byrjar að gera tékklista, því er alltaf gott að hafa blað og penna á náttborðinu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er oftast að koma mér í háttinn uppúr klukkan ellefu en þá á maður eftir að liggja í smá stund og fara yfir daginn og rifja upp hvað sé framundan næsta dag.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. 21. maí 2022 10:00 „Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00 Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01 Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. 30. apríl 2022 10:01 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30
Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. 21. maí 2022 10:00
„Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00
Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01
Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. 30. apríl 2022 10:01