Eiga rétt á fullri endurgreiðslu og bótum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. júní 2022 20:30 Bæturnar sem fólk á rétt á þegar flugi þeirra er aflýst fer eftir þeim vegalengdum sem átti að fljúga með það. vísir/vilhelm Tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenjumikið af aflýsingum á flugferðum. Formaður samtakanna segir flugfélögin oft sleppa því að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Undanfarna daga hefur verið talsvert um aflýsingar á flugferðum hjá íslensku flugfélögunum. Tveimur flugferðum PLAY var aflýst með mjög skömmum fyrirvara í dag og öðru fyrir helgi. Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir vegna þessa - einnig vegna frestana hjá Icelandair og Niceair í síðustu viku. „Og því miður er það þannig að flugfélög hafa ekki alveg sagt rétt til um allan rétt sem farþegar eiga við þessar aðstæður,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Ef flugi er aflýst á fólk nefnilega rétt á því að fá það endurgreitt eða að fá nýtt flugfar út, hvort heldur sem er með upprunalega flugfélaginu eða að það kaupi flug með öðru flugfélagi. Við þetta bætast svo bætur, að því gefnu að aflýsing flugferðarinnar skýrist ekki af óviðráðanlegum aðstæðum eins og náttúruhamförum, óveðri eða verkfalli þriðja aðila. „Ef flug er fellt niður með minna en 14 daga fyrirvara á fólk líka rétt á því að fá skaðabætur sem nema allt frá 250 evrum og upp í 600 evrur, eftir því hversu langt flugið er,“ segir Breki. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm Fyrir allar flugferðir sem er aflýst innan EES-svæðisins og eru lengri en 1.500 kílómetrar á fólk til dæmis rétt á skaðabótum upp á 400 evrur. Það gera um 55 þúsund íslenskar krónur. Þetta á við um báðar ferðir PLAY sem aflýst var í dag. Oft má svo bæta við þetta gistingu, máltíðum og ýmsum kostnaði sem fólk þarf að taka á sig við þessar aðstæður. Rétturinn er misjafn eftir aðstæðum og vegalengdum en hér á vef Neytendasamtakanna má finna svokallaðan flugreikni þar sem farþegar geta slegið inn þær aðstæður sem þær lenda í, bæði þegar flugferð er seinkað og aflýst, og séð hver réttur þeirra er. Berki telur fólk almennt ekki meðvitað um þetta. „Nei því miður. Fólk sem leitar til okkar og það hafa verið í dag bara nokkrir tugir. Það virðist ekki vera meðvitað um þetta,“ segir Breki. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Niceair Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið talsvert um aflýsingar á flugferðum hjá íslensku flugfélögunum. Tveimur flugferðum PLAY var aflýst með mjög skömmum fyrirvara í dag og öðru fyrir helgi. Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir vegna þessa - einnig vegna frestana hjá Icelandair og Niceair í síðustu viku. „Og því miður er það þannig að flugfélög hafa ekki alveg sagt rétt til um allan rétt sem farþegar eiga við þessar aðstæður,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Ef flugi er aflýst á fólk nefnilega rétt á því að fá það endurgreitt eða að fá nýtt flugfar út, hvort heldur sem er með upprunalega flugfélaginu eða að það kaupi flug með öðru flugfélagi. Við þetta bætast svo bætur, að því gefnu að aflýsing flugferðarinnar skýrist ekki af óviðráðanlegum aðstæðum eins og náttúruhamförum, óveðri eða verkfalli þriðja aðila. „Ef flug er fellt niður með minna en 14 daga fyrirvara á fólk líka rétt á því að fá skaðabætur sem nema allt frá 250 evrum og upp í 600 evrur, eftir því hversu langt flugið er,“ segir Breki. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm Fyrir allar flugferðir sem er aflýst innan EES-svæðisins og eru lengri en 1.500 kílómetrar á fólk til dæmis rétt á skaðabótum upp á 400 evrur. Það gera um 55 þúsund íslenskar krónur. Þetta á við um báðar ferðir PLAY sem aflýst var í dag. Oft má svo bæta við þetta gistingu, máltíðum og ýmsum kostnaði sem fólk þarf að taka á sig við þessar aðstæður. Rétturinn er misjafn eftir aðstæðum og vegalengdum en hér á vef Neytendasamtakanna má finna svokallaðan flugreikni þar sem farþegar geta slegið inn þær aðstæður sem þær lenda í, bæði þegar flugferð er seinkað og aflýst, og séð hver réttur þeirra er. Berki telur fólk almennt ekki meðvitað um þetta. „Nei því miður. Fólk sem leitar til okkar og það hafa verið í dag bara nokkrir tugir. Það virðist ekki vera meðvitað um þetta,“ segir Breki.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Niceair Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira