Varamarkvörður Ástrala tryggði sætið á HM í Katar Atli Arason skrifar 13. júní 2022 21:30 Andrew Redmayne kom inn á völlinn fyrir Mathew Ryan á 121. mínútu leiksins og tryggði Ástralíu sæti á HM í Katar. Getty Images Ástralar verða með á HM í Katar í desember eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni. Það var fátt um fína drætti í leik liðanna. Mikil barátta á öllum svæðum vallarins en lítið um marktækifæri. Slavko Vinčić, dómari leiksins, var í raun sá sem hafði mest að gera í leiknum, að flauta á leikbrot víða um völlinn. Ajdin Hrustic, leikmaður Ástralíu átti hættulegasta marktækifærið í venjulegum leiktíma, á 88. mínútu, en inn vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja. Það var meira af því sama í framlengingunni en Perú fékk tvö færi á tveggja mínúta kafla í síðari hálfleik framlengingar sem bæði fóru forgörðum. Australia 🇦🇺 vs Peru 🇵🇪 will be a “regular fixture” when the World Cup expands to 48 teams in 2026. Expect loads of barren draws.#FIFAWorldCup pic.twitter.com/ubLok3oog2— Eric Njiru (@EricNjiiru) June 13, 2022 Eftir að hvorugu liði tókst að skora á 120 mínútum varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Mesta spennan í leiknum í kvöld var á þeim tímapunkti en það reyndist erfitt að útkljá sigurvegara í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Ástralar unnu vítaspyrnukeppnina 5-4. Rétt fyrir vítaspyrnukeppnina gerðu Ástralar breytingu í markvarðarstöðunni. Matt Ryan fór af velli og varamarkvörðurinn Andrew Redmayne kom inn á. Redmayne reyndist happafengur en hann varði lokaspyrnu frá Alex Valera, leikmanni Perú, í bráðabana til að tryggja Ástralíu sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Ástralar fara í D-riðil á HM í Katar með Frakklandi, Danmörk og Túnis. HM 2022 í Katar Ástralía Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Það var fátt um fína drætti í leik liðanna. Mikil barátta á öllum svæðum vallarins en lítið um marktækifæri. Slavko Vinčić, dómari leiksins, var í raun sá sem hafði mest að gera í leiknum, að flauta á leikbrot víða um völlinn. Ajdin Hrustic, leikmaður Ástralíu átti hættulegasta marktækifærið í venjulegum leiktíma, á 88. mínútu, en inn vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja. Það var meira af því sama í framlengingunni en Perú fékk tvö færi á tveggja mínúta kafla í síðari hálfleik framlengingar sem bæði fóru forgörðum. Australia 🇦🇺 vs Peru 🇵🇪 will be a “regular fixture” when the World Cup expands to 48 teams in 2026. Expect loads of barren draws.#FIFAWorldCup pic.twitter.com/ubLok3oog2— Eric Njiru (@EricNjiiru) June 13, 2022 Eftir að hvorugu liði tókst að skora á 120 mínútum varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Mesta spennan í leiknum í kvöld var á þeim tímapunkti en það reyndist erfitt að útkljá sigurvegara í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Ástralar unnu vítaspyrnukeppnina 5-4. Rétt fyrir vítaspyrnukeppnina gerðu Ástralar breytingu í markvarðarstöðunni. Matt Ryan fór af velli og varamarkvörðurinn Andrew Redmayne kom inn á. Redmayne reyndist happafengur en hann varði lokaspyrnu frá Alex Valera, leikmanni Perú, í bráðabana til að tryggja Ástralíu sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Ástralar fara í D-riðil á HM í Katar með Frakklandi, Danmörk og Túnis.
HM 2022 í Katar Ástralía Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira