„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 21:49 Sprungur voru í guggum og um alla veggi og virtust myglaðar, að sögn farþega sem þáðu gistinguna. aðsend Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. „Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
„Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð
Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira