Arnar Þór: Fengum ekki að vita hvaða sjónarhorn VAR notaði Hjörvar Ólafsson skrifar 13. júní 2022 21:50 Arnar Þór VIðarsson var stoltur af lærisveinum sínum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fékk að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að skera úr um að seinna mark ísraelska liðsins í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni í kvöld ætti að standa. „Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira