Körfubolti

Real Madrid í kjörstöðu eftir sigur í fyrsta leik í Barcelona

Atli Arason skrifar
Gabriel Deck var stigahæstur allra í kvöld.
Gabriel Deck var stigahæstur allra í kvöld. Getty Images

„Real Madrid vinnur Barcelona í leik sem var aldrei spennandi,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Gestirnir frá Madírd unnu leikinn með 13 stigum, 75-88.

Real Madrid tók forskotið í stöðunni 7-9 og gaf það aldrei eftir en Real vann frystu þrjá leikhlutana þægilega. 17-30 eftir fyrsta leikhluta, 14-19 í öðrum leikhluta og 20-25 í þriðja leikhluta. Fyrir lokaleikhlutan var staðan 51-74 fyrir gestina frá Madríd og fjórði leikhluti var í raun bara formsatriði sem Barcelona vann þó með tíu stigum, 24-14, og lokatölur því 75-88.

Argentínumaðurinn Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, var stigahæstur í leiknum með 18 stig ásamt því að rífa niður 5 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Hjá Barcelona var það Nicolas Laprovittola sem endaði stigahæstur með 15 stig.

Næsti leikur liðanna er aftur í Barcelona þann 15 júní. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki verður spænskur meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×