Óalgengt að vera einkennalaus Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2022 10:29 Útbrotin eftir apabólusmit verða að vera fullgróin svo einstaklingur teljist ekki geta smitað lengur. CDC/AP Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. Í svari Jóns kemur fram að apabóluveiran tilheyri ættinni Poxviridae sem inniheldur 22 ættkvíslir og 83 mismunandi tegundir veira. Veirur í þessari ætt eru kallaðar poxveirur og eru líklegast þær flóknustu af þeim sem sýkja menn. Þær eiga það til að sýkja margar frumugerðir og haldast lengi virkar á ýmsum yfirborðum utan líkamans. Tekur fimm til fjórtán daga fyrir einkenni að koma fram Apabóla skiptist í tvo hópa eftir skyldleika þeirra. Annar hópurinn heitir mið-afríkuhópur og hinn vestur-afríkuhópur. Þær veirur sem tilheyra mið-afríkuhópnum dreifast betur og valda alvarlegri sjúkdómi. Þá er dánartíðnin hærri í þeim hópi, tíu prósent, en er einungis eitt prósent meðal þeirra sem smitast af veiru úr vestur-afríkuhópnum. Þessar tölur fengnar úr löndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu, næringu og hreinu vatni er oft verulega ábótavant. Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum.Bjarni Einarsson Þegar einstaklingur hefur smitast af apabólu tekur það vanalega um fimm til fjórtán daga fyrir einkenni að koma fram. Það getur þó tekið allt að 21 dag. Útbrot gífurlega algeng Fyrstu einkenni eru venjulega hiti, eitlastækkanir, slappleiki og þreyta. Síðan koma útbrot sem eru algengasta birtingarform apabólu. Útbrotin koma fram í 95-100 prósent tilvika. „Útbrotafasinn varir í sirka 2-4 vikur. Í kjölfarið hefst batafasinn. Flestir jafna sig að fullu eftir apabólu en fylgikvillar geta verið margir auk þess að apabóla getur orðið lífshættuleg sýking og leitt til dauða. Lífshættulegur sjúkdómur getur meira að segja komið fram án þess að tilteknir áhættuþættir séu til staðar, þó það sé sjaldgæft,“ segir í svari Jóns. Vissir hópar eru í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi, til dæmis þungaðar konur þar sem veiran getur borist með blóði til fósturs, börn undir átta ára og ónæmisbældir einstaklingar. Kemur frá nagdýrum, ekki öpum Jón segir að fjöldi apabólusmita hafi aukist af margþættum orsökum, til dæmis eyðing skóga, loftslagsbreytingar, stríð, fólksflutningar og minnkandi ónæmi gegn bólusótt. Lengi hefur verið búist við því að apabóla nái frekari dreifingu. Apabóluveiran tilheyrir ættinni Poxviridae. Ap/Cynthia S. Goldsmith Nagdýr eru hýsildýr apabóluveirunnar en veiran heitir eftir öpum þar sem þeir voru fyrsta dýrið sem hún greindist í. Úr nagdýrum getur veiran borist bæði til apa og manna. Veiran getur smitast milli manna með nokkrum leiðum, til dæmis dropasmiti frá öndunarfærum, snertismiti eða með „fómítum“ sem eru hlutir í umhverfi sem smitefni berst á. Jón segir að það sé vel þekkt að apabóla dreifist með smituðum rúmfötum. Smit milli manna almennt óalgeng Dreifing manna á milli hefur almennt verið lítil í gegnum tíðina og auðvelt að hafa hemil á veirunni með viðeigandi smitvörnum. „Dreifing manna á milli í núverandi faraldri er með sömu leiðum og áður - þó er athyglisvert að stór hluti tilfella er í karlmönnum sem sofa hjá karlmönnum (e. men who have sex with men, MSM). Talið er að leiðandi orsök fyrir þessu sé sú að smit barst fyrir tilviljun inn í hóp MSM, og dreifðist síðan með þeirri náinni snertingu sem fylgir kynlífi. Frekari rannsóknir á eðli dreifingarinnar í þessum faraldri eru í gangi,“ segir Jón. Í svari Jóns vill hann undirstrika að allir geti fengið apabólu og að náið samneyti manna á milli dugi eitt sér til að smitast. Einstaklingur er talinn hætta að smita þegar heilbrigð húð hefur gróið yfir öll fyrri sár. Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Í svari Jóns kemur fram að apabóluveiran tilheyri ættinni Poxviridae sem inniheldur 22 ættkvíslir og 83 mismunandi tegundir veira. Veirur í þessari ætt eru kallaðar poxveirur og eru líklegast þær flóknustu af þeim sem sýkja menn. Þær eiga það til að sýkja margar frumugerðir og haldast lengi virkar á ýmsum yfirborðum utan líkamans. Tekur fimm til fjórtán daga fyrir einkenni að koma fram Apabóla skiptist í tvo hópa eftir skyldleika þeirra. Annar hópurinn heitir mið-afríkuhópur og hinn vestur-afríkuhópur. Þær veirur sem tilheyra mið-afríkuhópnum dreifast betur og valda alvarlegri sjúkdómi. Þá er dánartíðnin hærri í þeim hópi, tíu prósent, en er einungis eitt prósent meðal þeirra sem smitast af veiru úr vestur-afríkuhópnum. Þessar tölur fengnar úr löndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu, næringu og hreinu vatni er oft verulega ábótavant. Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum.Bjarni Einarsson Þegar einstaklingur hefur smitast af apabólu tekur það vanalega um fimm til fjórtán daga fyrir einkenni að koma fram. Það getur þó tekið allt að 21 dag. Útbrot gífurlega algeng Fyrstu einkenni eru venjulega hiti, eitlastækkanir, slappleiki og þreyta. Síðan koma útbrot sem eru algengasta birtingarform apabólu. Útbrotin koma fram í 95-100 prósent tilvika. „Útbrotafasinn varir í sirka 2-4 vikur. Í kjölfarið hefst batafasinn. Flestir jafna sig að fullu eftir apabólu en fylgikvillar geta verið margir auk þess að apabóla getur orðið lífshættuleg sýking og leitt til dauða. Lífshættulegur sjúkdómur getur meira að segja komið fram án þess að tilteknir áhættuþættir séu til staðar, þó það sé sjaldgæft,“ segir í svari Jóns. Vissir hópar eru í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi, til dæmis þungaðar konur þar sem veiran getur borist með blóði til fósturs, börn undir átta ára og ónæmisbældir einstaklingar. Kemur frá nagdýrum, ekki öpum Jón segir að fjöldi apabólusmita hafi aukist af margþættum orsökum, til dæmis eyðing skóga, loftslagsbreytingar, stríð, fólksflutningar og minnkandi ónæmi gegn bólusótt. Lengi hefur verið búist við því að apabóla nái frekari dreifingu. Apabóluveiran tilheyrir ættinni Poxviridae. Ap/Cynthia S. Goldsmith Nagdýr eru hýsildýr apabóluveirunnar en veiran heitir eftir öpum þar sem þeir voru fyrsta dýrið sem hún greindist í. Úr nagdýrum getur veiran borist bæði til apa og manna. Veiran getur smitast milli manna með nokkrum leiðum, til dæmis dropasmiti frá öndunarfærum, snertismiti eða með „fómítum“ sem eru hlutir í umhverfi sem smitefni berst á. Jón segir að það sé vel þekkt að apabóla dreifist með smituðum rúmfötum. Smit milli manna almennt óalgeng Dreifing manna á milli hefur almennt verið lítil í gegnum tíðina og auðvelt að hafa hemil á veirunni með viðeigandi smitvörnum. „Dreifing manna á milli í núverandi faraldri er með sömu leiðum og áður - þó er athyglisvert að stór hluti tilfella er í karlmönnum sem sofa hjá karlmönnum (e. men who have sex with men, MSM). Talið er að leiðandi orsök fyrir þessu sé sú að smit barst fyrir tilviljun inn í hóp MSM, og dreifðist síðan með þeirri náinni snertingu sem fylgir kynlífi. Frekari rannsóknir á eðli dreifingarinnar í þessum faraldri eru í gangi,“ segir Jón. Í svari Jóns vill hann undirstrika að allir geti fengið apabólu og að náið samneyti manna á milli dugi eitt sér til að smitast. Einstaklingur er talinn hætta að smita þegar heilbrigð húð hefur gróið yfir öll fyrri sár.
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira