Bólusetning við bólusótt veiti 85 prósent vernd gegn apabólu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2022 09:47 Sjúkdómurinn, sem er náskyldur bólusótt en mun vægari, hefur greinst í þremur einstaklingum á Íslandi. AP Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“. Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis
Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29