Bólusetning við bólusótt veiti 85 prósent vernd gegn apabólu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2022 09:47 Sjúkdómurinn, sem er náskyldur bólusótt en mun vægari, hefur greinst í þremur einstaklingum á Íslandi. AP Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“. Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis
Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29