KR með gríðarlegt tak á fornu fjendunum frá Akranesi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 13:01 Það er alltaf hart barist þegar KR og ÍA mætast. Skagamönnum hefur þó gengið heldur illa að næla í stig gegn erkifjendunum undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Besta deild karla í fótbolta hefst að nýju í kvöld eftir dágóða pásum sökum leikja íslenska A- og U-21 árs landsliðsins. Íslands- og bikarmeistarar Víkings heimsækja Vestmannaeyjar á meðan KR tekur á móti ÍA í Vesturbænum. Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti