„Börn eiga að éta það sem úti frýs“ Lúðvík Júlíusson skrifar 16. júní 2022 11:31 Ísland er merkilegt land að mörgu leyti. Tökum dæmi. Barn býr hjá foreldri sem hefur ekki efni á mat, fatnaði, húsnæði, á tómstundum og öðrum tilfallandi kostnaði. Samkvæmt íslenskum lögum þá býr barnið ekki við fátækt. Íslenskir stjórnmálamenn, hvorki á Alþingi né í sveitarstjórnum, vilja hjálpa þessum börnum og foreldrum. Þeir líta svo á að þetta sé foreldrunum að kenna. Ástæðan er sú að barnið lifir í fátækt hjá umgengisforeldri. Þá telja Íslendingar að barnið sé annað hvort ónæmt fyrir fátækt eða að fátæktin geri því bara gott. Íslendingar og stjórnmálamenn eru mjög fordómafullir þegar kemur að börnum. Fordómum sem skaða börn varanlega. Lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu Nýlega voru samþykkt lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Markmið frumvarpsins er „að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Hvergi í frumvarpinu er fjallað um börn sem búa á tveimur heimilum, hvergi er fjallað um fátækt barna hjá umgengisforeldrum og hvergi er fjallað um breytingar á meðlagi. Börn njóta ekki tilveruréttar Börn sem njóta reglulegrar umgengni njóta ekki sömu réttinda og önnur börn. Stjórnvöld neita þeim um sama tilverurétt í samfélaginu okkar og öðrum börnum. Rannsóknir hafa sýnt að staða þessara barna sé verri en annarra barna, samt er ekkert gert. Að gera ekkert til að uppræta fátækt barna sem tilheyra viðkvæmum hópum er pólitísk ákvörðun. Það er pólitísk ákvörðun um að þessi börn eigi og skuli lifa í fátækt og éta það sem úti frýs. Meðlagið Í frumvarpinu um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu er hvergi minnst á meðlag. Meðlagsgreiðslur hækkuðu samt um 3% síðustu mánaðarmót. Ekki er athugað hvaða áhrif þetta hefur á foreldra eða börn. Aukin útgjöld eru samt alltaf íþyngjandi. Það er því deginum ljósara að lífskjör ákveðins hóps barna sem tilheyra viðkvæmum hópum munu versna við þessar breytingar. Börn í ruslflokk Þegar stjórnvöld senda ítrekað út skilaboð um hlutverk kynjanna og að börn fráskilinna(börn einstæðra foreldra) séu minna virði en önnur börn þá er ekkert skrítið að staða bæði barna og foreldra sé slæm. Til þess að vinna gegn þessu þá er nauðsynlegt að stjórnvöld rannsaki stöðu barna og foreldra og nauðsynlegt að stjórnvöld sjálf líti í eigin barm og losi sig við þá gríðarlegu skaðlegu fordóma sem þau hafa og sem setja börn í viðkvæmri stöðu lóðrétt í ruslflokk. Stjórnvöld viðhalda fátækt Meiri líkur eru á því að þessi börn munu vera fátæk þegar þau verða fullorðin og hafa verri heilsu. Þau munu hafa minni getu en aðrir til að vinna sig úr fátækt. Hvers vegna vilja stjórnvöld og almenningur hafa þetta svona? Hvers vegna hjálpum við ekki öllum foreldrum og öllum börnum úr fátækt? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ísland er merkilegt land að mörgu leyti. Tökum dæmi. Barn býr hjá foreldri sem hefur ekki efni á mat, fatnaði, húsnæði, á tómstundum og öðrum tilfallandi kostnaði. Samkvæmt íslenskum lögum þá býr barnið ekki við fátækt. Íslenskir stjórnmálamenn, hvorki á Alþingi né í sveitarstjórnum, vilja hjálpa þessum börnum og foreldrum. Þeir líta svo á að þetta sé foreldrunum að kenna. Ástæðan er sú að barnið lifir í fátækt hjá umgengisforeldri. Þá telja Íslendingar að barnið sé annað hvort ónæmt fyrir fátækt eða að fátæktin geri því bara gott. Íslendingar og stjórnmálamenn eru mjög fordómafullir þegar kemur að börnum. Fordómum sem skaða börn varanlega. Lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu Nýlega voru samþykkt lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Markmið frumvarpsins er „að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Hvergi í frumvarpinu er fjallað um börn sem búa á tveimur heimilum, hvergi er fjallað um fátækt barna hjá umgengisforeldrum og hvergi er fjallað um breytingar á meðlagi. Börn njóta ekki tilveruréttar Börn sem njóta reglulegrar umgengni njóta ekki sömu réttinda og önnur börn. Stjórnvöld neita þeim um sama tilverurétt í samfélaginu okkar og öðrum börnum. Rannsóknir hafa sýnt að staða þessara barna sé verri en annarra barna, samt er ekkert gert. Að gera ekkert til að uppræta fátækt barna sem tilheyra viðkvæmum hópum er pólitísk ákvörðun. Það er pólitísk ákvörðun um að þessi börn eigi og skuli lifa í fátækt og éta það sem úti frýs. Meðlagið Í frumvarpinu um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu er hvergi minnst á meðlag. Meðlagsgreiðslur hækkuðu samt um 3% síðustu mánaðarmót. Ekki er athugað hvaða áhrif þetta hefur á foreldra eða börn. Aukin útgjöld eru samt alltaf íþyngjandi. Það er því deginum ljósara að lífskjör ákveðins hóps barna sem tilheyra viðkvæmum hópum munu versna við þessar breytingar. Börn í ruslflokk Þegar stjórnvöld senda ítrekað út skilaboð um hlutverk kynjanna og að börn fráskilinna(börn einstæðra foreldra) séu minna virði en önnur börn þá er ekkert skrítið að staða bæði barna og foreldra sé slæm. Til þess að vinna gegn þessu þá er nauðsynlegt að stjórnvöld rannsaki stöðu barna og foreldra og nauðsynlegt að stjórnvöld sjálf líti í eigin barm og losi sig við þá gríðarlegu skaðlegu fordóma sem þau hafa og sem setja börn í viðkvæmri stöðu lóðrétt í ruslflokk. Stjórnvöld viðhalda fátækt Meiri líkur eru á því að þessi börn munu vera fátæk þegar þau verða fullorðin og hafa verri heilsu. Þau munu hafa minni getu en aðrir til að vinna sig úr fátækt. Hvers vegna vilja stjórnvöld og almenningur hafa þetta svona? Hvers vegna hjálpum við ekki öllum foreldrum og öllum börnum úr fátækt? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun