Breiðablik hefur samþykkt beiðni Santa Coloma frá Andorra að víxla heimaleikjum liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.
Breiðablik mætir Santa Coloma í forkeppni Sambandsdeildarinnar þann 7. og 14. júlí næstkomandi. Upphaflega stóð til að spila fyrri leikinn á Kópavogsvelli en þann síðari í Andorra. Það hefur nú breyst.
Staðfest er að heimleikjum í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar 2022/23 við Santa Coloma frá Andorra er víxlað.
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) June 16, 2022
Leikið úti í Andorra 7.júlí og á Kópavogsvelli 14. júlí.
Í viðtali við Fótbolti.net eftir tap Breiðabliks á Hlíðarenda sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, ástæðuna vera að tvö lið frá Andorra eru í forkeppninni og spila þau bæði á sama heimavelli. Bæði áttu heimaleik á sama tíma og því þurfti annað að skipta.
Santa Coloma hefur áður spilað hér á landi en Valur sló liðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar sumarið 2019.