Myndir: Öllavöllur vígður við hátíðlega athöfn í Reykjanesbæ í minningu Örlygs Sturlusonar Atli Arason skrifar 17. júní 2022 21:45 Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, klippir á borða til að opna Öllavöll. Með henni eru Elvar Sturluson, bróðir Ölla, og dætur Elvars, þær Jana María og Andrea Vigdís. Vísir/Atli Arason Öllavöllur var formlega vígður klukkan 18 í dag við Fjörheima í Reykjanesbæ. Völlurinn er hinn glæsilegasti með allri nýjustu tækni og ætlaður öllum sem vilja spila og æfa sig í körfubolta. Öllavöllur er byggður til að heiðra minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram í janúar árið 2000. Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson
Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli