Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 17:06 Mynd tekin úr TF-ABB klukkan 11:48. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. Flugvélin tók á loft frá Reykjarvíkurflugvelli klukkan 10:38 þann 3. febrúar síðastliðinn með flugmann og þrjá farþega innanborðs. Farið var að grennslast eftir flugvélinni rétt fyrir klukkan eitt eftir að vélin var komin fram yfir áætlaðan lendingartíma í Reykjavík. Sjö sekúndur í lítilli hæð Á myndskeiðum sem tekin voru um borð í flugvélinni heyrist þegar afl minnkar á hreyfli og flugvélin lækkar í kjölfarið flugið að vatnsyfirborðinu. Einnig má sjá á myndskeiðunum að ís hafi verið að myndast í Ölfusvatnsvík. Ísinn virðist hafa verið mjög þunnur og með stórar vakir á milli. Öryggismyndavél við Þingvallavatn sýnir flugvélina lækka flugið í átt að vatninu. Því næst beygir flugvélin til vinstri (til vesturs) og lækkar í kjölfarið flugið enn frekar að vatninu. Þá segir í skýrslunni að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir vatninu í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í því. Úr bráðabirgðaskýrslu Samgöngunefndar. Öryggismyndavélar frá Þingvallavatni sýna flugvélaina lækka flugið hratt í átt að vatninu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Neyðarlínunni barst símtal Þá segir í skýrslunni að engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar við flugslysið. Neyðarlínunni hafi þó borist nokkurra sekúndna símtal frá klukkan 11:51 en rakning á símtalinu leiddi í ljós að það barst úr síma eins farþegans. Ekki voru nein greinileg samskipti í símtalinu en í því hafi mátt heyra í einhverjum í neyð. Kafbátur var notaður til að skanna botn Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Um klukkan 22:10 þann 4. febrúar fannst vélin á 47 metra dýpi í víkinni. Klippa: Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Neyðarsendir virkur en ekkert merki barst Í myndskeiðum sem tekin voru af vélinni í kjölfarið fékkst staðfest að hún var mannlaus en fjögur lík fundust á botni Þingvallavatsn um 130 metrum suður af flugvélinni. Litlar skemmdir voru á vélinni sem frestað var að ná upp á yfirborð vegna mikillar ísmyndunar og frosts. Flugvélin var loks sótt af botni Þingvallavatns þann 22. apríl. Frá umfangsmikilli leit að flugvél TF-ABB í febrúar.Vísir/Vilhelm Raftæki voru fjarlægð úr vélinni og reyndist unnt að lesa gögn sem voru á minniskortum þeirra. Þar kom í ljós að neyðarsendir vélarinnar hafi verið virkur og farþegar í aftursætum hafi líklega ekki verið í sætisbeltum þegar slysið átti sér stað. Rannsókn málsins er ekki lokið og er skýrslan er einungis gefin út til bráðbirgða. Áframhaldandi rannsókn málsins mun meðal annars fela í sér að greina af hverju engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Flugvélin tók á loft frá Reykjarvíkurflugvelli klukkan 10:38 þann 3. febrúar síðastliðinn með flugmann og þrjá farþega innanborðs. Farið var að grennslast eftir flugvélinni rétt fyrir klukkan eitt eftir að vélin var komin fram yfir áætlaðan lendingartíma í Reykjavík. Sjö sekúndur í lítilli hæð Á myndskeiðum sem tekin voru um borð í flugvélinni heyrist þegar afl minnkar á hreyfli og flugvélin lækkar í kjölfarið flugið að vatnsyfirborðinu. Einnig má sjá á myndskeiðunum að ís hafi verið að myndast í Ölfusvatnsvík. Ísinn virðist hafa verið mjög þunnur og með stórar vakir á milli. Öryggismyndavél við Þingvallavatn sýnir flugvélina lækka flugið í átt að vatninu. Því næst beygir flugvélin til vinstri (til vesturs) og lækkar í kjölfarið flugið enn frekar að vatninu. Þá segir í skýrslunni að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir vatninu í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í því. Úr bráðabirgðaskýrslu Samgöngunefndar. Öryggismyndavélar frá Þingvallavatni sýna flugvélaina lækka flugið hratt í átt að vatninu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Neyðarlínunni barst símtal Þá segir í skýrslunni að engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar við flugslysið. Neyðarlínunni hafi þó borist nokkurra sekúndna símtal frá klukkan 11:51 en rakning á símtalinu leiddi í ljós að það barst úr síma eins farþegans. Ekki voru nein greinileg samskipti í símtalinu en í því hafi mátt heyra í einhverjum í neyð. Kafbátur var notaður til að skanna botn Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Um klukkan 22:10 þann 4. febrúar fannst vélin á 47 metra dýpi í víkinni. Klippa: Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Neyðarsendir virkur en ekkert merki barst Í myndskeiðum sem tekin voru af vélinni í kjölfarið fékkst staðfest að hún var mannlaus en fjögur lík fundust á botni Þingvallavatsn um 130 metrum suður af flugvélinni. Litlar skemmdir voru á vélinni sem frestað var að ná upp á yfirborð vegna mikillar ísmyndunar og frosts. Flugvélin var loks sótt af botni Þingvallavatns þann 22. apríl. Frá umfangsmikilli leit að flugvél TF-ABB í febrúar.Vísir/Vilhelm Raftæki voru fjarlægð úr vélinni og reyndist unnt að lesa gögn sem voru á minniskortum þeirra. Þar kom í ljós að neyðarsendir vélarinnar hafi verið virkur og farþegar í aftursætum hafi líklega ekki verið í sætisbeltum þegar slysið átti sér stað. Rannsókn málsins er ekki lokið og er skýrslan er einungis gefin út til bráðbirgða. Áframhaldandi rannsókn málsins mun meðal annars fela í sér að greina af hverju engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira