Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 17:06 Mynd tekin úr TF-ABB klukkan 11:48. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. Flugvélin tók á loft frá Reykjarvíkurflugvelli klukkan 10:38 þann 3. febrúar síðastliðinn með flugmann og þrjá farþega innanborðs. Farið var að grennslast eftir flugvélinni rétt fyrir klukkan eitt eftir að vélin var komin fram yfir áætlaðan lendingartíma í Reykjavík. Sjö sekúndur í lítilli hæð Á myndskeiðum sem tekin voru um borð í flugvélinni heyrist þegar afl minnkar á hreyfli og flugvélin lækkar í kjölfarið flugið að vatnsyfirborðinu. Einnig má sjá á myndskeiðunum að ís hafi verið að myndast í Ölfusvatnsvík. Ísinn virðist hafa verið mjög þunnur og með stórar vakir á milli. Öryggismyndavél við Þingvallavatn sýnir flugvélina lækka flugið í átt að vatninu. Því næst beygir flugvélin til vinstri (til vesturs) og lækkar í kjölfarið flugið enn frekar að vatninu. Þá segir í skýrslunni að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir vatninu í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í því. Úr bráðabirgðaskýrslu Samgöngunefndar. Öryggismyndavélar frá Þingvallavatni sýna flugvélaina lækka flugið hratt í átt að vatninu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Neyðarlínunni barst símtal Þá segir í skýrslunni að engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar við flugslysið. Neyðarlínunni hafi þó borist nokkurra sekúndna símtal frá klukkan 11:51 en rakning á símtalinu leiddi í ljós að það barst úr síma eins farþegans. Ekki voru nein greinileg samskipti í símtalinu en í því hafi mátt heyra í einhverjum í neyð. Kafbátur var notaður til að skanna botn Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Um klukkan 22:10 þann 4. febrúar fannst vélin á 47 metra dýpi í víkinni. Klippa: Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Neyðarsendir virkur en ekkert merki barst Í myndskeiðum sem tekin voru af vélinni í kjölfarið fékkst staðfest að hún var mannlaus en fjögur lík fundust á botni Þingvallavatsn um 130 metrum suður af flugvélinni. Litlar skemmdir voru á vélinni sem frestað var að ná upp á yfirborð vegna mikillar ísmyndunar og frosts. Flugvélin var loks sótt af botni Þingvallavatns þann 22. apríl. Frá umfangsmikilli leit að flugvél TF-ABB í febrúar.Vísir/Vilhelm Raftæki voru fjarlægð úr vélinni og reyndist unnt að lesa gögn sem voru á minniskortum þeirra. Þar kom í ljós að neyðarsendir vélarinnar hafi verið virkur og farþegar í aftursætum hafi líklega ekki verið í sætisbeltum þegar slysið átti sér stað. Rannsókn málsins er ekki lokið og er skýrslan er einungis gefin út til bráðbirgða. Áframhaldandi rannsókn málsins mun meðal annars fela í sér að greina af hverju engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Flugvélin tók á loft frá Reykjarvíkurflugvelli klukkan 10:38 þann 3. febrúar síðastliðinn með flugmann og þrjá farþega innanborðs. Farið var að grennslast eftir flugvélinni rétt fyrir klukkan eitt eftir að vélin var komin fram yfir áætlaðan lendingartíma í Reykjavík. Sjö sekúndur í lítilli hæð Á myndskeiðum sem tekin voru um borð í flugvélinni heyrist þegar afl minnkar á hreyfli og flugvélin lækkar í kjölfarið flugið að vatnsyfirborðinu. Einnig má sjá á myndskeiðunum að ís hafi verið að myndast í Ölfusvatnsvík. Ísinn virðist hafa verið mjög þunnur og með stórar vakir á milli. Öryggismyndavél við Þingvallavatn sýnir flugvélina lækka flugið í átt að vatninu. Því næst beygir flugvélin til vinstri (til vesturs) og lækkar í kjölfarið flugið enn frekar að vatninu. Þá segir í skýrslunni að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir vatninu í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í því. Úr bráðabirgðaskýrslu Samgöngunefndar. Öryggismyndavélar frá Þingvallavatni sýna flugvélaina lækka flugið hratt í átt að vatninu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Neyðarlínunni barst símtal Þá segir í skýrslunni að engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar við flugslysið. Neyðarlínunni hafi þó borist nokkurra sekúndna símtal frá klukkan 11:51 en rakning á símtalinu leiddi í ljós að það barst úr síma eins farþegans. Ekki voru nein greinileg samskipti í símtalinu en í því hafi mátt heyra í einhverjum í neyð. Kafbátur var notaður til að skanna botn Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Um klukkan 22:10 þann 4. febrúar fannst vélin á 47 metra dýpi í víkinni. Klippa: Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Neyðarsendir virkur en ekkert merki barst Í myndskeiðum sem tekin voru af vélinni í kjölfarið fékkst staðfest að hún var mannlaus en fjögur lík fundust á botni Þingvallavatsn um 130 metrum suður af flugvélinni. Litlar skemmdir voru á vélinni sem frestað var að ná upp á yfirborð vegna mikillar ísmyndunar og frosts. Flugvélin var loks sótt af botni Þingvallavatns þann 22. apríl. Frá umfangsmikilli leit að flugvél TF-ABB í febrúar.Vísir/Vilhelm Raftæki voru fjarlægð úr vélinni og reyndist unnt að lesa gögn sem voru á minniskortum þeirra. Þar kom í ljós að neyðarsendir vélarinnar hafi verið virkur og farþegar í aftursætum hafi líklega ekki verið í sætisbeltum þegar slysið átti sér stað. Rannsókn málsins er ekki lokið og er skýrslan er einungis gefin út til bráðbirgða. Áframhaldandi rannsókn málsins mun meðal annars fela í sér að greina af hverju engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira