„Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 18:30 Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík örvandi ADHD-lyf ofnotuð hér á landi. Vísir/Egill Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. Gríðarleg aukning hefur verið á ávísunum örvandi ADHD-lyfja síðustu ár en þegar hefur komið fram að þeim fjölgaði um tuttugu prósent milli 2020 og 2021. Samfara því hafi tilfellum geðrofa og örlyndis fjölgað. Frá árinu 2017 hafa ávísanir slíkra lyfja aukist um 58,6 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Einn af hverjum tíu verið á ADHD- lyfjum Á tímabilinu 2003 – 2021 fengu tæplega 32.000 einstaklingar hér á landi afgreidd örvandi ADHD- lyf eða um einn af hverjum tíu Íslendingum. Sífellt fleiri börn fá slík lyf en um fjórtán prósent stráka á aldrinum sex til sautján ára fengu þau í fyrra og átta prósent stelpna á sama aldri. Alls ekki góð þróun Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík lyf ofnotuð hér á landi. „Þetta er alls ekki góð þróun miðað við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Þetta alltof há tala, það er talað um að þrjú til fimm prósent séu með ADHD á hinum Norðurlöndunum. Einn fremsti félagsfræðingur Noregs, sagði þar þegar fjögur komma níu prósent drengja var á ADHD-lyfjum, að það væru félagsleg svik. Þannig að samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu. Við verðum að finna nýja nálganir,“ segir Hermundur. Hann segir langtímaáhrif lyfjanna enn ekki komin fram. „Það skortir langtímarannsóknir á virkni lyfjanna og því þarf að fara rosalega varlega í þetta og finna aðrar leiðir. Kannski væri frekar hægt að byrja skólann þegar börn eru sjö ára, stytta skóladaginn, hafa meiri hreyfingu og aðstoða börnin meira við að finna ástríðuna sína, því ADHD getur verið styrkleiki ef börnin fá að vinna með það sem þau hafa ástríðu fyrir,“ segir hann. Börn sem eru fædd síðar á skólaári fara frekar á ADHD-lyf Hann bendir á að börn sem eru fædd síðar á árinu fái frekar ADHD-lyf. „Hvað þýðir það? Það er mjög áhugavert að setja það í stærra samhengi. Gæti ástæðan ekki frekar verið að krakkar sem eru fæddir síðar á árinu séu ekki með eins mikinn þroska og þau sem fæðast fyrr? Það getur haft þau áhrif að þau yngri eru aðeins á eftir þeim sem eldri eru. Það getur orðið til þess að þau sem eru fædd síðar á árinu verði stressuð og spennt sem getur mögulega valdið því að þau séu frekar sett á ADHD- lyf en þau sem eiga afmæli fyrr á árinu. Þetta er alla vega rosalega áhugaverð rannsókn sem þyrfti að kanna enn frekar og í stærra samhengi,“ segir hann. Hermundur telur mikilvægt að nálgast málið á nýjan hátt og bendir á verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmanneyja sem beinist m.a. að því að kveikja ástríðu hjá börnum og hvetja þau til að hreyfa sig. „Vinnudagurinn hér á landi er langur. Þjóðfélagið sem slíkt er í mikilli spennu og kapphlaupi og þetta kemur niður á börnunum okkar sem við setjum á lyf í stað þess að þau geti þrifist og fengið réttar áskoranir, sérstaklega í skólanum,“ segir Hermundur að lokum. Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur verið á ávísunum örvandi ADHD-lyfja síðustu ár en þegar hefur komið fram að þeim fjölgaði um tuttugu prósent milli 2020 og 2021. Samfara því hafi tilfellum geðrofa og örlyndis fjölgað. Frá árinu 2017 hafa ávísanir slíkra lyfja aukist um 58,6 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Einn af hverjum tíu verið á ADHD- lyfjum Á tímabilinu 2003 – 2021 fengu tæplega 32.000 einstaklingar hér á landi afgreidd örvandi ADHD- lyf eða um einn af hverjum tíu Íslendingum. Sífellt fleiri börn fá slík lyf en um fjórtán prósent stráka á aldrinum sex til sautján ára fengu þau í fyrra og átta prósent stelpna á sama aldri. Alls ekki góð þróun Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík lyf ofnotuð hér á landi. „Þetta er alls ekki góð þróun miðað við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Þetta alltof há tala, það er talað um að þrjú til fimm prósent séu með ADHD á hinum Norðurlöndunum. Einn fremsti félagsfræðingur Noregs, sagði þar þegar fjögur komma níu prósent drengja var á ADHD-lyfjum, að það væru félagsleg svik. Þannig að samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu. Við verðum að finna nýja nálganir,“ segir Hermundur. Hann segir langtímaáhrif lyfjanna enn ekki komin fram. „Það skortir langtímarannsóknir á virkni lyfjanna og því þarf að fara rosalega varlega í þetta og finna aðrar leiðir. Kannski væri frekar hægt að byrja skólann þegar börn eru sjö ára, stytta skóladaginn, hafa meiri hreyfingu og aðstoða börnin meira við að finna ástríðuna sína, því ADHD getur verið styrkleiki ef börnin fá að vinna með það sem þau hafa ástríðu fyrir,“ segir hann. Börn sem eru fædd síðar á skólaári fara frekar á ADHD-lyf Hann bendir á að börn sem eru fædd síðar á árinu fái frekar ADHD-lyf. „Hvað þýðir það? Það er mjög áhugavert að setja það í stærra samhengi. Gæti ástæðan ekki frekar verið að krakkar sem eru fæddir síðar á árinu séu ekki með eins mikinn þroska og þau sem fæðast fyrr? Það getur haft þau áhrif að þau yngri eru aðeins á eftir þeim sem eldri eru. Það getur orðið til þess að þau sem eru fædd síðar á árinu verði stressuð og spennt sem getur mögulega valdið því að þau séu frekar sett á ADHD- lyf en þau sem eiga afmæli fyrr á árinu. Þetta er alla vega rosalega áhugaverð rannsókn sem þyrfti að kanna enn frekar og í stærra samhengi,“ segir hann. Hermundur telur mikilvægt að nálgast málið á nýjan hátt og bendir á verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmanneyja sem beinist m.a. að því að kveikja ástríðu hjá börnum og hvetja þau til að hreyfa sig. „Vinnudagurinn hér á landi er langur. Þjóðfélagið sem slíkt er í mikilli spennu og kapphlaupi og þetta kemur niður á börnunum okkar sem við setjum á lyf í stað þess að þau geti þrifist og fengið réttar áskoranir, sérstaklega í skólanum,“ segir Hermundur að lokum.
Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00
Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18