Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Atli Arason skrifar 20. júní 2022 19:31 Sara Björk Gunnarsdóttir með fyrirliðabandið. Vísir/Getty „Nei nei,“ svarði Sara Björk og hló, aðspurð að því hvort henni finnst ekki skrítið að bera ekki fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu í viðtali við Stöð 2. „Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira