Nítján dagar í EM: Púllari sem vann sem endurskoðandi og hlustar á gospel-tónlist Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júní 2022 14:02 Guðrún Arnardóttir hefur fest sig í sessi í vörn íslenska landsliðsins. vísir/hulda margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir er önnur í röðinni. Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira