Nítján dagar í EM: Púllari sem vann sem endurskoðandi og hlustar á gospel-tónlist Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júní 2022 14:02 Guðrún Arnardóttir hefur fest sig í sessi í vörn íslenska landsliðsins. vísir/hulda margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir er önnur í röðinni. Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira