Telja árásina hryðjuverk íslamista Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 13:44 Fólk safnaðist saman til að sýna samstöðu eftir skotárásina fyrir utan bar hinsegin fólks í Osló í nótt. Vísir/EPA Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra í Osló í nótt. Hann skaut tvo til bana og særði tíu til viðbótar. Fórnarlömbin tvö eru sögð karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Maðurinn er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Hann hefur áður hlotið refsidóma fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Á blaðamannafundi í dag sagði Roger Berg, yfirmaður PST, að stofnunin hafi vitað af manninum frá árinu 2015. Óttast hafi verið að hann hefði hneigst að öfgahyggju og tengst neti öfgatrúaðra íslamista í Noregi. Fulltrúar PST hafi rætt við manninn í maí en hann hafi ekki verið talinn líklegur til að beita ofbeldi, að því er segir í frétt NRK. Leyniþjónustan rannsakar nú hvort að árásin í nótt hafi átt sér hugmyndafræðilegar rætur og hvort að hún tengist einhverjum samtökum öfgamanna. Berg segir norska blaðinu VG að árásarmaðurinn hafi stutt málstað hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Viðbúnaðar vegna hryðjuverka var færður upp á fimmta og efsta stig vegna árásarinnar. Byrjað var að yfirheyra árásarmanninn nú um miðjan dag. Lögmaður hans segist búast við því að hann verði látinn gangast undir geðrannsókn. Lögreglan í Osló sagði í morgun að ein tilgáta sé að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Áfrýjunardómstóll sem sýknaði manninn af ákæru vegna stunguárásar árið 2000 vísaði til augljósra geðrænna vandamála hans. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar í nótt, að ráðlegginum lögreglu. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra í Osló í nótt. Hann skaut tvo til bana og særði tíu til viðbótar. Fórnarlömbin tvö eru sögð karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Maðurinn er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Hann hefur áður hlotið refsidóma fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Á blaðamannafundi í dag sagði Roger Berg, yfirmaður PST, að stofnunin hafi vitað af manninum frá árinu 2015. Óttast hafi verið að hann hefði hneigst að öfgahyggju og tengst neti öfgatrúaðra íslamista í Noregi. Fulltrúar PST hafi rætt við manninn í maí en hann hafi ekki verið talinn líklegur til að beita ofbeldi, að því er segir í frétt NRK. Leyniþjónustan rannsakar nú hvort að árásin í nótt hafi átt sér hugmyndafræðilegar rætur og hvort að hún tengist einhverjum samtökum öfgamanna. Berg segir norska blaðinu VG að árásarmaðurinn hafi stutt málstað hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Viðbúnaðar vegna hryðjuverka var færður upp á fimmta og efsta stig vegna árásarinnar. Byrjað var að yfirheyra árásarmanninn nú um miðjan dag. Lögmaður hans segist búast við því að hann verði látinn gangast undir geðrannsókn. Lögreglan í Osló sagði í morgun að ein tilgáta sé að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Áfrýjunardómstóll sem sýknaði manninn af ákæru vegna stunguárásar árið 2000 vísaði til augljósra geðrænna vandamála hans. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar í nótt, að ráðlegginum lögreglu.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50
Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16