Þær halda til Póllands á morgun og spila vináttulandsleik þar næstkomandi miðvikudag. Eftir þann leik tekur England og EM við.
Æfing stelpnanna í gær var opin fyrir áhorfendur og þeir fjölmenntu svo sannarlega. Í lok æfingar gafst aðdáendum tækifæri til þess fá eiginhandaráritanir og myndir með fyrirmyndunum sínum. Virkilega skemmtilegt.
Magnús Guðlaugur Magnússon klippti saman myndbandið hér að neðan en okkar menn í Dalnum voru Sigurjón Ólason tökumaður og Andri Már Eggertsson íþróttafréttamaður.