Fíllinn Happy telst ekki gæddur mannlegum eiginleikum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. júní 2022 14:31 Fílarnir í dýragarðinum í Bronx áður en þeir voru aðskildir. Wikimedia Commons Hinn fimmtugi fíll Happy þarf áfram að dvelja í dýragarðinum í Bronx í New York eftir að æðsti dómstóll borgarinnar hafnaði kröfu dýravernarsamtaka um að honum yrði sleppt á þeim forsendum að Happy deildi vitrænum eiginleikum með mannfólkinu, eins og það var orðað í kröfugerðinnni. Dómararnir voru ekki einróma í afstöðu sinni, 5 stóðu að meirihlutaálitinu, en 2 vildu fallast á rök dýraverndunarsamtakanna Nonhuman Rights Project. Hættulegt fordæmi Þau telja að Happy, sem er orðinn 51 árs, sé haldið föngnum ólöglega. Forseti dómsins, Janet DiFiore, segir að ekki leiki vafi á því að fílar séu gáfaðar skepnur, sem eigi skilið vernd og ástúð. Hins vegar eigi þeir ekki rétt á því að vera sleppt úr haldi á þeim forsendum að þeir séu gæddir mannlegum eiginleikum. Þá benti dómarinn á að ef fallist yrði á kröfur samtakanna þá væri gefið fordæmi sem ekki væri hægt að sjá fyrir endann á. Hugsanlega yrði að sleppa þúsundum gæludýra lausum sem og húsdýrum sem notuð væru í landbúnaði eða þjónustustörfum. Til að mynda þyrfti hugsanlega að sleppa lausum öllum þeim hestum sem notaðir eru til að aka ferðamönnum um Central Park garðinn í New York og þar með yrði stór hópur kerrustjóra atvinnulaus. Áralöng barátta Barátta dýraverndarsamtakanna hefur nú staðið í 4 ár, en þau töpuðu málinu á tveimur lægri dómstigum. Þau vilja að Happy verði búið heimili í öðru af tveimur athvörfum fyrir þykkskinnunga sem finnast í Bandaríkjunum. Happy hafi í 40 ár þurft að gera sér að góðu þröngar vistarverur dýragarðsins, í þokkabót aðskilinn frá öðrum fílum garðsins. Hann sé því í raun fangi í dýragarðinum. Annar dómaranna sem skilaði minnihlutaáliti sagði í greinargerð sinni að það sem ylli honum mestu áhyggjum væri að með því að neita dýrum um ákveðin grundvallarréttindi þá væri um leið verið að svipta manninn hæfileikanum og getunni til að sýna öðrum lifandi verum skilning, samúð og ástúð. Dýr Bandaríkin Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Dómararnir voru ekki einróma í afstöðu sinni, 5 stóðu að meirihlutaálitinu, en 2 vildu fallast á rök dýraverndunarsamtakanna Nonhuman Rights Project. Hættulegt fordæmi Þau telja að Happy, sem er orðinn 51 árs, sé haldið föngnum ólöglega. Forseti dómsins, Janet DiFiore, segir að ekki leiki vafi á því að fílar séu gáfaðar skepnur, sem eigi skilið vernd og ástúð. Hins vegar eigi þeir ekki rétt á því að vera sleppt úr haldi á þeim forsendum að þeir séu gæddir mannlegum eiginleikum. Þá benti dómarinn á að ef fallist yrði á kröfur samtakanna þá væri gefið fordæmi sem ekki væri hægt að sjá fyrir endann á. Hugsanlega yrði að sleppa þúsundum gæludýra lausum sem og húsdýrum sem notuð væru í landbúnaði eða þjónustustörfum. Til að mynda þyrfti hugsanlega að sleppa lausum öllum þeim hestum sem notaðir eru til að aka ferðamönnum um Central Park garðinn í New York og þar með yrði stór hópur kerrustjóra atvinnulaus. Áralöng barátta Barátta dýraverndarsamtakanna hefur nú staðið í 4 ár, en þau töpuðu málinu á tveimur lægri dómstigum. Þau vilja að Happy verði búið heimili í öðru af tveimur athvörfum fyrir þykkskinnunga sem finnast í Bandaríkjunum. Happy hafi í 40 ár þurft að gera sér að góðu þröngar vistarverur dýragarðsins, í þokkabót aðskilinn frá öðrum fílum garðsins. Hann sé því í raun fangi í dýragarðinum. Annar dómaranna sem skilaði minnihlutaáliti sagði í greinargerð sinni að það sem ylli honum mestu áhyggjum væri að með því að neita dýrum um ákveðin grundvallarréttindi þá væri um leið verið að svipta manninn hæfileikanum og getunni til að sýna öðrum lifandi verum skilning, samúð og ástúð.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira