Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 13:18 Cecilie Lilaas-Skari, aðstoðarlögreglustjóri Oslóar (t.v.), og Borge Enoksen, lögfræðingur hjá lögregluiembættinu, á blaðamannafundi um skotárásina í dag. Vísir/EPA Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. Norska lögreglan upplýsti á blaðamannafundi í dag að 42 ára gamall karlmaður sem er í haldi vegna skotárásarinnar sem kostaði tvo karlmenn lífið aðfaranótt laugardags hefði enn ekki verið yfirheyrður. Hann er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Ástæðan er sú að maðurinn neitar að leyfa lögreglu að gera mynd- og hljóðupptöku af yfirheyrslunni nema hún fallist á að birta upptökuna í heild sinni opinberlega. John Christian Elden, lögmaður árásarmannsins, segir lögreglumenn hafi reynt að fá skjólstæðing sinn til að tala um árásina í hálftíma í dag en án árangurs. Hann hefur því ekki tekið afstöðu til sakarefnisins eða sagt nokkuð um hvað honum gekk til. Árásin hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra, aðeins nokkrum klukkustundum áður en gleðiganga átti að fara fram í borginni. Göngunni var aflýst. Tveir karlmenn, annar á sextugsaldri en hinn á sjötugsaldri, voru skotnir til bana og 21 særðist, þar af tíu alvarlega. Enginn þeirra særðu er þó í lífshættu. Norska ríkisútvarpið NRK hefur sagt frá því að árásarmaðurinn hafi verið í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá birti nýlega samfélagsmiðlafærslu þar sem hann hvatti til drápa á samkynhneigðum. Árásarmaðurinn sjálfur er norskur ríkisborgari en kom sem barn frá kúrdíska hluta Írans. Noregur Hinsegin Trúmál Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. 26. júní 2022 10:02 Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Norska lögreglan upplýsti á blaðamannafundi í dag að 42 ára gamall karlmaður sem er í haldi vegna skotárásarinnar sem kostaði tvo karlmenn lífið aðfaranótt laugardags hefði enn ekki verið yfirheyrður. Hann er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Ástæðan er sú að maðurinn neitar að leyfa lögreglu að gera mynd- og hljóðupptöku af yfirheyrslunni nema hún fallist á að birta upptökuna í heild sinni opinberlega. John Christian Elden, lögmaður árásarmannsins, segir lögreglumenn hafi reynt að fá skjólstæðing sinn til að tala um árásina í hálftíma í dag en án árangurs. Hann hefur því ekki tekið afstöðu til sakarefnisins eða sagt nokkuð um hvað honum gekk til. Árásin hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra, aðeins nokkrum klukkustundum áður en gleðiganga átti að fara fram í borginni. Göngunni var aflýst. Tveir karlmenn, annar á sextugsaldri en hinn á sjötugsaldri, voru skotnir til bana og 21 særðist, þar af tíu alvarlega. Enginn þeirra særðu er þó í lífshættu. Norska ríkisútvarpið NRK hefur sagt frá því að árásarmaðurinn hafi verið í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá birti nýlega samfélagsmiðlafærslu þar sem hann hvatti til drápa á samkynhneigðum. Árásarmaðurinn sjálfur er norskur ríkisborgari en kom sem barn frá kúrdíska hluta Írans.
Noregur Hinsegin Trúmál Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. 26. júní 2022 10:02 Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. 26. júní 2022 10:02
Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44