Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 09:46 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. Verkefnið hefur fengið nafnið Koldís og búist er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði komið í fullan rekstur árið 2025. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að kolefnishlutleysisstefna hennar sé komin vel á veg og að kolefnisspor starfseminnar hafi lækkað um 61 prósent frá árinu 2008. Ein lykilaðgerð í þeirri vegferð sé að draga verulega úr losun vegna vinnslu raforku með jarðvarma, þar sem mikill meirihluti losunar fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé til kominn vegna jarðvarmavinnslu. Með Koldísarverkefninu muni Landsvirkjun fanga nær allan koltvísýring og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð og skila aftur í jörðu frá árinu 2025. „Koldís er mikilvægt verkefni sem við hjá Landsvirkjun tökumst á við næstu árin. Það er enn eitt dæmið um mikinn metnað okkar í loftslagsmálum þar sem við höfum sett okkur skýr markmið um kolefnishlutleysi 2025,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu. Loka hringrás koltvísýrings Í Koldísarverkefninu er unnið að hönnun og uppsetningu búnaðar til föngunar og niðurdælingar koldíoxíðs frá Þeistareykjastöð, en til stendur að fanga bæði koltvísýring og brennisteinsvetni frá stöðinni, leysa í vatni og dæla aftur niður í jörð. „Þar með er hringrás þessara gastegunda við jarðvarmavinnsluna lokað, í stað þess að hún sé rofin og þessum gastegundum veitt til andrúmslofts,“ segir í tilkynningu. Meginþættir slíks kerfis séu gasföngunarturn, lagnir frá gasföngun að niðurdælingarstað, niðurdælingarhola og vöktunarhola. Mannvit og Carbfix koma að hönnun Landsvirkjun hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit og Carbfix um ráðgjöf við verkhönnun en stefnt er að því að ljúka þeim hluta verkefnisins á þessu ári. „Þær lausnir sem horft er til byggja á aðferðafræði sem meðal annars var þróuð í samstarfi Landsvirkjunar, HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um samdrátt í losun jarðhitagasa fyrir um áratug. Gert er ráð fyrir að verkefnið nýti aðferðir sem Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sótt um einkaleyfi fyrir,“ segir í tilkynningu. Ætla að gera betur en ríkið gerir ráð fyrir Landsvirkjun segir að samdráttur í losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins muni hafa bein áhrif á skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. „Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Landsvirkjun hefur einsett sér að gera enn betur og að losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi minnki að minnsta kosti um 60% árið 2025, miðað við árið 2005,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Loftslagsmál Norðurþing Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Verkefnið hefur fengið nafnið Koldís og búist er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði komið í fullan rekstur árið 2025. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að kolefnishlutleysisstefna hennar sé komin vel á veg og að kolefnisspor starfseminnar hafi lækkað um 61 prósent frá árinu 2008. Ein lykilaðgerð í þeirri vegferð sé að draga verulega úr losun vegna vinnslu raforku með jarðvarma, þar sem mikill meirihluti losunar fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé til kominn vegna jarðvarmavinnslu. Með Koldísarverkefninu muni Landsvirkjun fanga nær allan koltvísýring og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð og skila aftur í jörðu frá árinu 2025. „Koldís er mikilvægt verkefni sem við hjá Landsvirkjun tökumst á við næstu árin. Það er enn eitt dæmið um mikinn metnað okkar í loftslagsmálum þar sem við höfum sett okkur skýr markmið um kolefnishlutleysi 2025,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu. Loka hringrás koltvísýrings Í Koldísarverkefninu er unnið að hönnun og uppsetningu búnaðar til föngunar og niðurdælingar koldíoxíðs frá Þeistareykjastöð, en til stendur að fanga bæði koltvísýring og brennisteinsvetni frá stöðinni, leysa í vatni og dæla aftur niður í jörð. „Þar með er hringrás þessara gastegunda við jarðvarmavinnsluna lokað, í stað þess að hún sé rofin og þessum gastegundum veitt til andrúmslofts,“ segir í tilkynningu. Meginþættir slíks kerfis séu gasföngunarturn, lagnir frá gasföngun að niðurdælingarstað, niðurdælingarhola og vöktunarhola. Mannvit og Carbfix koma að hönnun Landsvirkjun hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit og Carbfix um ráðgjöf við verkhönnun en stefnt er að því að ljúka þeim hluta verkefnisins á þessu ári. „Þær lausnir sem horft er til byggja á aðferðafræði sem meðal annars var þróuð í samstarfi Landsvirkjunar, HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um samdrátt í losun jarðhitagasa fyrir um áratug. Gert er ráð fyrir að verkefnið nýti aðferðir sem Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sótt um einkaleyfi fyrir,“ segir í tilkynningu. Ætla að gera betur en ríkið gerir ráð fyrir Landsvirkjun segir að samdráttur í losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins muni hafa bein áhrif á skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. „Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Landsvirkjun hefur einsett sér að gera enn betur og að losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi minnki að minnsta kosti um 60% árið 2025, miðað við árið 2005,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Loftslagsmál Norðurþing Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59