Hættum þessu! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. júní 2022 14:31 Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða. Enn á ný fer heit umræða í gang, þar sem hvor fylking færir misgóð rök fyrir sínu máli. Enn á ný vaknar áhugi erlendra fjölmiðla á hvalveiðum Íslendinga, sem fjalla um þær í virtum og víðlesnum fjölmiðlum bæði vestan hafs og austan. Flestir á neikvæðum nótum. Engin efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Umræðan er á svipuðum stað og hún var fyrir aldarfjórðungi. Umhverfið hefur hins vegar gerbreyst. Ísland er nú ein örfárra þjóða í heiminum sem enn þverskallast við að stunda hvalveiðar og reynir eftir flóknum krókaleiðum að koma afurðunum á þá örfáu markaði, sem enn hafa áhuga á þeim. Viðhorf heimsbyggðarinnar til hvalveiða er nú enn neikvæðara en þá. Hún fylgist nú furðu lostin með þjóðinni sem kennir sig við framfarir, tækni, nýsköpun, hugverkaiðnað og ábyrga nýtingu auðlinda halda út á haf að skjóta hvali sem fáir hafa áhuga á að borða - en milljónir hafa áhuga á að horfa á. Efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Íslendinga eru nú nákvæmlega engin. Hvalveiðar skipta engu máli hvað varðar atvinnusköpun, gjaldeyristekjur eða almenna verðmætasköpun. Efnahagsleg rök fyrir því að hætta þeim, eru hins vegar yfirgnæfandi og augljós flestum. Orðið „orðsporsáhætta“ segir allt sem segja þarf um það. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt? Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru nú rauður þráður í rekstri bæði samfélaga og fyrirtækja. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda hvalveiðar sem kalla á reiði og andúð á helstu markaðssvæðum íslenskra útflutningsfyrirtækja? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að skaða með gjörðum sínum aðrar atvinnugreinar, það fólk sem þar starfar og samfélög sem reiða sig á þær? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda fyrirtækjarekstur sem veldur úlfúð, sundurlyndi og jafnvel óhugnaði í heimalandinu? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að reka fyrirtæki í vafasamri starfsemi og borga jafnvel með rekstrinum? Látum hvalina í friði! Lokaorðin eru úr grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum aldarfjórðungi, eða í janúar árið 1997: „Horfum á hlutina í samhengi! Látum ekki sérhagsmuni eða þjóðernishroka ráða ferðinni. Viðurkennum að við lifum á tímum þar sem vald neytenda er mikið. Þeir hika ekki við að „versla annars staðar“ sé þeim misboðið. Látum hvalina í friði!“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða. Enn á ný fer heit umræða í gang, þar sem hvor fylking færir misgóð rök fyrir sínu máli. Enn á ný vaknar áhugi erlendra fjölmiðla á hvalveiðum Íslendinga, sem fjalla um þær í virtum og víðlesnum fjölmiðlum bæði vestan hafs og austan. Flestir á neikvæðum nótum. Engin efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Umræðan er á svipuðum stað og hún var fyrir aldarfjórðungi. Umhverfið hefur hins vegar gerbreyst. Ísland er nú ein örfárra þjóða í heiminum sem enn þverskallast við að stunda hvalveiðar og reynir eftir flóknum krókaleiðum að koma afurðunum á þá örfáu markaði, sem enn hafa áhuga á þeim. Viðhorf heimsbyggðarinnar til hvalveiða er nú enn neikvæðara en þá. Hún fylgist nú furðu lostin með þjóðinni sem kennir sig við framfarir, tækni, nýsköpun, hugverkaiðnað og ábyrga nýtingu auðlinda halda út á haf að skjóta hvali sem fáir hafa áhuga á að borða - en milljónir hafa áhuga á að horfa á. Efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Íslendinga eru nú nákvæmlega engin. Hvalveiðar skipta engu máli hvað varðar atvinnusköpun, gjaldeyristekjur eða almenna verðmætasköpun. Efnahagsleg rök fyrir því að hætta þeim, eru hins vegar yfirgnæfandi og augljós flestum. Orðið „orðsporsáhætta“ segir allt sem segja þarf um það. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt? Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru nú rauður þráður í rekstri bæði samfélaga og fyrirtækja. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda hvalveiðar sem kalla á reiði og andúð á helstu markaðssvæðum íslenskra útflutningsfyrirtækja? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að skaða með gjörðum sínum aðrar atvinnugreinar, það fólk sem þar starfar og samfélög sem reiða sig á þær? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda fyrirtækjarekstur sem veldur úlfúð, sundurlyndi og jafnvel óhugnaði í heimalandinu? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að reka fyrirtæki í vafasamri starfsemi og borga jafnvel með rekstrinum? Látum hvalina í friði! Lokaorðin eru úr grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum aldarfjórðungi, eða í janúar árið 1997: „Horfum á hlutina í samhengi! Látum ekki sérhagsmuni eða þjóðernishroka ráða ferðinni. Viðurkennum að við lifum á tímum þar sem vald neytenda er mikið. Þeir hika ekki við að „versla annars staðar“ sé þeim misboðið. Látum hvalina í friði!“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustu.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar