„Ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 22:31 Glódís Perla Viggósdóttir er spenn fyrir EM. Vísir/Skjáskot Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því pólska fyrr í dag þar sem Ísland vann góðan 1-3 sigur í lokaleik sínum áður en Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Hún segir liðið hafa sýnt gott hugarfar í leiknum og að það sé mikilvægt að taka sigur með sér inn á EM. „Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
„Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira