Margrét Lára: Vildu ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2022 09:01 Sveindís Jane Jonsdottir fer framhjá varnarmanni Pólverja í leiknum. Sveindís skoraði frábært mark í leiknum sem markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var ánægð með. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Stelpurnar okkar fara inn á Evrópumótið í fótbolta með flottan sigur í farteskinu eftir 3-1 sigur á Póllandi í generalprufu sinni fyrir EM í Englandi. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, segir að það geti verið vandasamt að mæta í svona æfingarleik rétt fyrir mót. Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira