Birti myndir af áverkunum sem Bridges veitti henni: „Get ekki þagað lengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2022 11:31 Það stórsá á Mychelle Johnson eftir að maki hennar, körfuboltamaðurinn Miles Bridges, réðist á hana. Eiginkona bandaríska körfuboltamannsins Miles Bridges hefur stigið fram og greint frá ofbeldi sem hann beitti hana. Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte. NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte.
NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum