Birti myndir af áverkunum sem Bridges veitti henni: „Get ekki þagað lengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2022 11:31 Það stórsá á Mychelle Johnson eftir að maki hennar, körfuboltamaðurinn Miles Bridges, réðist á hana. Eiginkona bandaríska körfuboltamannsins Miles Bridges hefur stigið fram og greint frá ofbeldi sem hann beitti hana. Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte. NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte.
NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira