Man City staðfestir Phillips sem fær sex ára samning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 15:01 Kalvin Phillips er nýjasti leikmaður Manchester City. Twitter@ManCity Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann skrifaði undir sex ára samning við félagið. Hinn 26 ára gamli Phillips hefur verið orðaður við Man City undanfarna mánuði en snemma var ljóst að Pep Guardiola, þjálfari liðsins, vildi fá Phillips til að leysa hinn brasilíska Fernandinho af hólmi. He's here! pic.twitter.com/8QxJ6gbueQ— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Phillips hefur spilað með Leeds United allan sinn feril en það var ekki fyrr en Marcelo Bielsa tók við sem þjálfari þess að Phillips fór að vekja almenna athygli. Hann var hreint út sagt frábær er Leeds mætti með látum upp í úrvalsdeildina á þar síðustu leiktíð. Ekki leið á löngu þangað til hann var orðinn fastamaður í enska landsliðinu og fór hann alla leið í úrslitaleik EM 2020 með liðinu. Þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli á síðustu leiktíð og vera töluvert frá sínu besta, líkt og allt Leeds-liðið, þá ákvað Man City samt að spreða á bilinu 42-45 milljónum punda í leikmanninn en fjölmiðlar ytra eru ekki á allt sammála um kaupverðið. Það er hins vegar ljóst að Phillips hefur skrifað undir sex ára samning í Manchester. „Man City hefur sýnt og sannað að þeir eru besta lið landsins ásamt því að þjálfarinn er talinn einn sá besti í heiminum. Að geta spilað undir stjórn Pep, lært af honum sem og þjálfarateymi félagsins er eitthvað sem ég er mjög spenntur fyrir,“ sagði Phillips meðal annars í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Manchester City. "It s one of the main reasons I wanted to come to City, to improve my game in loads of different ways" Watch @Kalvinphillips' first City interview! pic.twitter.com/Cryt0KxJtA— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Kalvin Phillips er fjórði leikmaðurinn sem Manchester City kaupir í sumar. Stærstu kaupin voru norski framherjinn Erling Braut Håland en félagið hafði einnig keypt argentískan framherja að nafni Julián Álvarez og markvörðinn Stefan Ortega. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Phillips hefur verið orðaður við Man City undanfarna mánuði en snemma var ljóst að Pep Guardiola, þjálfari liðsins, vildi fá Phillips til að leysa hinn brasilíska Fernandinho af hólmi. He's here! pic.twitter.com/8QxJ6gbueQ— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Phillips hefur spilað með Leeds United allan sinn feril en það var ekki fyrr en Marcelo Bielsa tók við sem þjálfari þess að Phillips fór að vekja almenna athygli. Hann var hreint út sagt frábær er Leeds mætti með látum upp í úrvalsdeildina á þar síðustu leiktíð. Ekki leið á löngu þangað til hann var orðinn fastamaður í enska landsliðinu og fór hann alla leið í úrslitaleik EM 2020 með liðinu. Þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli á síðustu leiktíð og vera töluvert frá sínu besta, líkt og allt Leeds-liðið, þá ákvað Man City samt að spreða á bilinu 42-45 milljónum punda í leikmanninn en fjölmiðlar ytra eru ekki á allt sammála um kaupverðið. Það er hins vegar ljóst að Phillips hefur skrifað undir sex ára samning í Manchester. „Man City hefur sýnt og sannað að þeir eru besta lið landsins ásamt því að þjálfarinn er talinn einn sá besti í heiminum. Að geta spilað undir stjórn Pep, lært af honum sem og þjálfarateymi félagsins er eitthvað sem ég er mjög spenntur fyrir,“ sagði Phillips meðal annars í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Manchester City. "It s one of the main reasons I wanted to come to City, to improve my game in loads of different ways" Watch @Kalvinphillips' first City interview! pic.twitter.com/Cryt0KxJtA— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Kalvin Phillips er fjórði leikmaðurinn sem Manchester City kaupir í sumar. Stærstu kaupin voru norski framherjinn Erling Braut Håland en félagið hafði einnig keypt argentískan framherja að nafni Julián Álvarez og markvörðinn Stefan Ortega.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira