Ronaldo kominn í ótímabundið leyfi og efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 07:30 Gæti Ronaldo spilað í bláu á komandi leiktíð? Robbie Jay Barratt/Getty Images Það verður sjaldan sagt að það ríki lognmolla í kringum portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo. Hann mætti ekki til æfinga hjá Manchester United í gær, er efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea og er kominn í ótímabundið leyfi. Hinn 37 ára gamli Ronaldo var einn af fáum ljósum punktum í annars slöku liði Manchester United á síðustu leiktíð. Mikið gekk á innan vallar sem utan en endurkoma Ronaldo til Manchester var ljósið í myrkrinu fyrir stuðningsfólk félagsins, sumt þeirra allavega. Ronaldo átti að snúa til baka úr sumarfríi í gær en skömmu áður hafði hann látið þau orð falla að hann væri ósáttur með stöðuna á leikmannahópi liðsins og fannst eins og félagið væri ekki að leggja nægilega mikinn metnað í að sækja nýja leikmenn. Í kjölfarið fóru þeir orðrómar á kreik að Ronaldo vildi fara frá félaginu en eigendur Man United eru ekki á þeim buxunum að selja sína skærustu stjörnu. Portúgalinn fær hins vegar oftar nær það sem hann vill. Eftir að Man United gaf út yfirlýsingu þess efnis að Ronaldo væri ekki á æfingu liðsins á mánudag vegna „fjölskylduaðstæðna“ sást hann á æfingasvæði portúgalska landsliðsins í Portúgal. Skömmu síðar gaf vinnuveitandi hans út þá yfirlýsingu að Ronaldo væri kominn í ótímabundið leyfi. Cristiano Ronaldo not expected to attend Man Utd pre-season training for second consecutive day, citing family reasons. Currently unclear if/when 37yo will return. #MUFC head on tour to Thailand + Australia on Friday. With @lauriewhitwell @TheAthleticUK https://t.co/QqP4BPpFvD— David Ornstein (@David_Ornstein) July 5, 2022 Man United er ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og það er svo gott sem vitað að Ronaldo elskar ekki aðeins að spila í keppninni, hann elskar eigin tölfræði í keppninni. Alls hefur Ronaldo spilað 183 leiki i Meistaradeild Evrópu, skorað 140 mörk og lagt upp 48 til viðbótar. Þá hefur hann unnið keppnina fimm sinnum. Sem stendur eru fá lið sem hafa efni á launapakka Ronaldo en hann er talinn vera með rúma hálfa milljón punda í vikulaun hjá Man Utd. Chelsea er hins vegar eitt þeirra liða sem gæti borgað þann launapakka og þá skemmir ekki fyrir að Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, er mikill aðdáandi Ronaldo. Stóra spurningin er hvort Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, vilji 37 ára gamla ofurstjörnu í framlínu sína. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Ronaldo var einn af fáum ljósum punktum í annars slöku liði Manchester United á síðustu leiktíð. Mikið gekk á innan vallar sem utan en endurkoma Ronaldo til Manchester var ljósið í myrkrinu fyrir stuðningsfólk félagsins, sumt þeirra allavega. Ronaldo átti að snúa til baka úr sumarfríi í gær en skömmu áður hafði hann látið þau orð falla að hann væri ósáttur með stöðuna á leikmannahópi liðsins og fannst eins og félagið væri ekki að leggja nægilega mikinn metnað í að sækja nýja leikmenn. Í kjölfarið fóru þeir orðrómar á kreik að Ronaldo vildi fara frá félaginu en eigendur Man United eru ekki á þeim buxunum að selja sína skærustu stjörnu. Portúgalinn fær hins vegar oftar nær það sem hann vill. Eftir að Man United gaf út yfirlýsingu þess efnis að Ronaldo væri ekki á æfingu liðsins á mánudag vegna „fjölskylduaðstæðna“ sást hann á æfingasvæði portúgalska landsliðsins í Portúgal. Skömmu síðar gaf vinnuveitandi hans út þá yfirlýsingu að Ronaldo væri kominn í ótímabundið leyfi. Cristiano Ronaldo not expected to attend Man Utd pre-season training for second consecutive day, citing family reasons. Currently unclear if/when 37yo will return. #MUFC head on tour to Thailand + Australia on Friday. With @lauriewhitwell @TheAthleticUK https://t.co/QqP4BPpFvD— David Ornstein (@David_Ornstein) July 5, 2022 Man United er ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og það er svo gott sem vitað að Ronaldo elskar ekki aðeins að spila í keppninni, hann elskar eigin tölfræði í keppninni. Alls hefur Ronaldo spilað 183 leiki i Meistaradeild Evrópu, skorað 140 mörk og lagt upp 48 til viðbótar. Þá hefur hann unnið keppnina fimm sinnum. Sem stendur eru fá lið sem hafa efni á launapakka Ronaldo en hann er talinn vera með rúma hálfa milljón punda í vikulaun hjá Man Utd. Chelsea er hins vegar eitt þeirra liða sem gæti borgað þann launapakka og þá skemmir ekki fyrir að Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, er mikill aðdáandi Ronaldo. Stóra spurningin er hvort Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, vilji 37 ára gamla ofurstjörnu í framlínu sína.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira