100 ár liðin frá róttækum sigri Kvennalistans Erna Bjarnadóttir og Tómas Ellert Tómasson skrifa 5. júlí 2022 14:01 „Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Tómas Ellert Tómasson Jafnréttismál Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar