100 ár liðin frá róttækum sigri Kvennalistans Erna Bjarnadóttir og Tómas Ellert Tómasson skrifa 5. júlí 2022 14:01 „Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Tómas Ellert Tómasson Jafnréttismál Alþingi Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun