Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2022 07:24 Þjónustustöðin á Ólafsfirði er ein þeirra stöðva sem breytist í sjálfsafgreiðslustöð ÓB. Sveitarstjórn Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðunina. Olís Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís. Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís.
Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira