Gott að þær gátu núna aðeins kúplað sig út úr áreitinu heima á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 08:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ánægð með undirbúning liðsins fyrir Evrópumótið. Vísir/Vilhelm Það er mikill áhugi á íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eftir gott gengi síðustu ár og þátttöku á Evrópumóti í mekka fótboltans fram undan. Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira