Með á öllum EM-mótum Íslands en bíður enn þolinmóð eftir fyrstu mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 13:00 Sandra Sigurðardóttir hefur verið varamarkvörður á síðustu þremur Evrópumótum íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er nú mætt á sitt fjórða stórmót og er þar í hópi þeim Söru Björk Gunnarsdóttur og Sif Atladóttur. Munurinn á þeim og Söndru er að Sandra hefur ekki enn fengið að spila einn einasta leik á EM. Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira