Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með Jón Már Ferro skrifar 7. júlí 2022 21:25 Rúnar Kristinsson segir að upplegg sitt hafi ekki gengið nægilega vel upp í Póllandi í dag. Vísir/Hulda Margrét KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn. „Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
„Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira