Jöfn tækifæri til strandveiða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2022 14:01 Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun