Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 10:02 Kórónuveirufaraldurinn er hvergi nærri yfirstaðinn og talið er að einn af hverjum 25 Bretum sé smitaður um þessar mundir. epa/Facundo Arrizabalaga Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum. Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira