Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2022 10:59 Amelía Rose er nýtt skip eftir allt saman. Sea trips Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa hefur látið snúa Amelíu Rose í land með vísan til þess að skipið uppfylli ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en tólf farþega. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips þann 13. apríl síðastliðinn. Samgöngustofa þvertók fyrir að hafa beitt fyrirtækið einelti nokkrum dögum seinna. Helsta ágreiningsefni Samgöngustofu og Sea trips er að fyrirtækið telur skráningu Amelíu Rose í skipaskrá ranga. Skipið er skráð sem nýtt skip en vægari öryggiskröfur eru gerðar til skipa sem skráð eru gömul. Til þess að skip verði skráð gamalt þarf kjölur skipsins að hafa verið lagður eða að það hafi verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Þá segir að Sea trips ehf. hafi ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu fyrirtækisins að skipið ætti að skrá sem gamalt skip. Með vísan til þess segir í niðurstöðu héraðsdóms að Samgöngustofa hafi farið að öllu eftir stjórnsýslulögum við meðferð málsins og því væri ekki ástæða til að fella ákvörðun stofnunarinnar úr gildi og Samgöngustofa því sýknuð af kröfu fyrirtækisins. Þá var Sea trips ehf. dæmt til að greiða Samgöngustofu 600 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa hefur látið snúa Amelíu Rose í land með vísan til þess að skipið uppfylli ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en tólf farþega. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips þann 13. apríl síðastliðinn. Samgöngustofa þvertók fyrir að hafa beitt fyrirtækið einelti nokkrum dögum seinna. Helsta ágreiningsefni Samgöngustofu og Sea trips er að fyrirtækið telur skráningu Amelíu Rose í skipaskrá ranga. Skipið er skráð sem nýtt skip en vægari öryggiskröfur eru gerðar til skipa sem skráð eru gömul. Til þess að skip verði skráð gamalt þarf kjölur skipsins að hafa verið lagður eða að það hafi verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Þá segir að Sea trips ehf. hafi ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu fyrirtækisins að skipið ætti að skrá sem gamalt skip. Með vísan til þess segir í niðurstöðu héraðsdóms að Samgöngustofa hafi farið að öllu eftir stjórnsýslulögum við meðferð málsins og því væri ekki ástæða til að fella ákvörðun stofnunarinnar úr gildi og Samgöngustofa því sýknuð af kröfu fyrirtækisins. Þá var Sea trips ehf. dæmt til að greiða Samgöngustofu 600 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Sjá meira
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17