Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, sjást hér með Söru Björk Gunnardóttur, fyrirliða liðsins, og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ. Með Guðna eru börn hans. Twitter: @footballiceland Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra. Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira