Vill Landspítalann af fjárlögum og fá greitt fyrir veitta þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 06:39 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Karolinska Það þarf að einfalda stjórnskipulag Landspítalans og breyta því hvernig hann er fjármagnaður, segir Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans og forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira