Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 09:02 Borgarstjórnartíð Dags lýkur að hálfu kjörtímabili liðnu. Margir hafa kallað eftir því að hann snúi sér að landsmálunum þegar borgarstjóratíð hans lýkur. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík hefur vakið ugg meðal margra í ljósi samþjöppunar í sjávarútvegi. Samherji á þriðjungshlut í Síldarvinnslunni og dansar þar með á línu hámarksaflaheimilda en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Margir telja lögin beinlínis sérsiðin að högum stórútgerðanna. Í grein Þórðar Gunnarssonar sem birt var á Innherja beinir hann sjónum að því kaupverði sem fékkst fyrir útgerðina Vísi. Kaupverðið segir Þórður töluvert yfir rekstrarvirði fyrirtækisins. Bendir Þórður á þá staðreynd að kaupverð hlutafjár í Vísi, 20 milljarðar, sé um það bil 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. Leiðir hann þar með að því líkur að að kaupverðið á útgerðinni, 31 milljarðar, skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum. Ekkert að marka fyrirheit stjórnmálamanna „Helstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eru með öðrum orðum að lýsa því yfir með verðlagningunni að ekkert sé að marka orð og fyrirheit stjórnmálanna um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni þannig að þeir fjármunir renna til þjóðarinnar. Og að engar breytingar á því séu líklegar,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Í samtali við Vísi segir Dagur grein Þórðar afhjúpandi. „Það sem er fyrst og fremst verið að borga fyrir er þorskkvótinn sem er í raun eign þjóðarinnar en ekki rekstrartölur fyrirtækisins. Þetta þarf ekki að koma á óvart en er óvenjuskýrt í þessu dæmi,“ segir Dagur. Mörg önnur atriði líkt og samkeppnissjónarmið eða kvótaþak hafi tekið mest pláss í umræðunni án þess að rætt sé um það sem mestu máli skipti. Katrín Jakobsdóttir nefndi einmitt þessi tvö atriði í viðtali við Vísi á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af stöðunni: „Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið,“ sagði Katrín. Dagur spyr því hvort eðlilegt sé að viðbrögð stjórnmálamanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið. „Í grunninn snýst þetta um hver á fiskinn í sjónum og hver á að fá afraksturinn af honum.“ Ekki að undirbúa innreið í landsmálin Í ljósi þess að Dagur er farinn að vekja máls á málefnum landspólitíkurinnar liggur beinast við að spyrja hvort hann sé að stefna á þann arm stjórnmálanna. „Nei, ég hef ekki tekið neina stefnu þangað og hef reyndar oft tjáð mig um auðlinda- og sjávarútvegsmál bara af því það er stórt mál fyrir samfélagið. Eitt meginviðfangsefnið er að fjármagna vanfjármagnað heilbrigðiskerfi. Á sama tíma erum við að horfa upp á ofurhagnað hjá útgerðinni án þess að þjóðin fái að njóta þess.“ Dagur segist jafnframt ekki vera á framboðsbuxum en orðrómur hefur verið um að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram til formanns Samfylkingar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun taka við borgarstjóraembættinu af Degi í ársbyrjun 2024 en Dagur hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Dagur segir samstarfið hjá nýja meirihlutanum ganga vel. „Það er góður andi í hópnum og mikill metnaður.“ Og Einar að fylgjast með þér þarna úti í horni? „Hann er reyndar í sumarfríi núna,“ segir Dagur og hlær. Sjávarútvegur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjavík Samfylkingin Síldarvinnslan Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík hefur vakið ugg meðal margra í ljósi samþjöppunar í sjávarútvegi. Samherji á þriðjungshlut í Síldarvinnslunni og dansar þar með á línu hámarksaflaheimilda en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Margir telja lögin beinlínis sérsiðin að högum stórútgerðanna. Í grein Þórðar Gunnarssonar sem birt var á Innherja beinir hann sjónum að því kaupverði sem fékkst fyrir útgerðina Vísi. Kaupverðið segir Þórður töluvert yfir rekstrarvirði fyrirtækisins. Bendir Þórður á þá staðreynd að kaupverð hlutafjár í Vísi, 20 milljarðar, sé um það bil 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. Leiðir hann þar með að því líkur að að kaupverðið á útgerðinni, 31 milljarðar, skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum. Ekkert að marka fyrirheit stjórnmálamanna „Helstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eru með öðrum orðum að lýsa því yfir með verðlagningunni að ekkert sé að marka orð og fyrirheit stjórnmálanna um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni þannig að þeir fjármunir renna til þjóðarinnar. Og að engar breytingar á því séu líklegar,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Í samtali við Vísi segir Dagur grein Þórðar afhjúpandi. „Það sem er fyrst og fremst verið að borga fyrir er þorskkvótinn sem er í raun eign þjóðarinnar en ekki rekstrartölur fyrirtækisins. Þetta þarf ekki að koma á óvart en er óvenjuskýrt í þessu dæmi,“ segir Dagur. Mörg önnur atriði líkt og samkeppnissjónarmið eða kvótaþak hafi tekið mest pláss í umræðunni án þess að rætt sé um það sem mestu máli skipti. Katrín Jakobsdóttir nefndi einmitt þessi tvö atriði í viðtali við Vísi á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af stöðunni: „Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið,“ sagði Katrín. Dagur spyr því hvort eðlilegt sé að viðbrögð stjórnmálamanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið. „Í grunninn snýst þetta um hver á fiskinn í sjónum og hver á að fá afraksturinn af honum.“ Ekki að undirbúa innreið í landsmálin Í ljósi þess að Dagur er farinn að vekja máls á málefnum landspólitíkurinnar liggur beinast við að spyrja hvort hann sé að stefna á þann arm stjórnmálanna. „Nei, ég hef ekki tekið neina stefnu þangað og hef reyndar oft tjáð mig um auðlinda- og sjávarútvegsmál bara af því það er stórt mál fyrir samfélagið. Eitt meginviðfangsefnið er að fjármagna vanfjármagnað heilbrigðiskerfi. Á sama tíma erum við að horfa upp á ofurhagnað hjá útgerðinni án þess að þjóðin fái að njóta þess.“ Dagur segist jafnframt ekki vera á framboðsbuxum en orðrómur hefur verið um að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram til formanns Samfylkingar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun taka við borgarstjóraembættinu af Degi í ársbyrjun 2024 en Dagur hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Dagur segir samstarfið hjá nýja meirihlutanum ganga vel. „Það er góður andi í hópnum og mikill metnaður.“ Og Einar að fylgjast með þér þarna úti í horni? „Hann er reyndar í sumarfríi núna,“ segir Dagur og hlær.
Sjávarútvegur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjavík Samfylkingin Síldarvinnslan Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira