Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 21:40 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“ Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01