Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki 14. júlí 2022 22:00 Rúnar Kristinsson fer yfir málin með leikmönnum sínum á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. „Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
„Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira