Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2022 16:46 Hanna Katrín og Vilhjálmur Árnason tókust hart á um sjávarútvegsmál í Sprengisandi í dag. Samsett/Vilhelm Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. „Þessi viðskipti per se finnst mér vera góð fyrir margra hluta sakir, eða allavega betri en þau hefðu getað orðið,“ sagði Vilhjálmur aðspurður hvað honum fyndist um söluna á Vísi til Síldarvinnslunnar. Hann bætti við að fyrir viku síðan hefði almenningur ekki getað vænt þess að kaupa hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Vísi en nú horfði fram á að hann gæti gert það. „Ég held að það sé góð þróun fyrir stærstu fyrirtækin í sjávarútveginum að þau fari á almennan markað.“ Hann sagði að það umdeildasta í fiskveiðistjórninni hafi verið eignarhaldið og hann sjái lausn í því að fleiri komist að borðinu. Því sé hann ánægður að fyrirtækið hefði farið þessa leið af því fjölskyldan hefði getað skipt fyrirtækinu upp og selt það í bútum og fengið meiri pening. Meiri áhyggjur af skorti á uppbyggingu úti á landi „Við þurfum að horfa á það að því meiri sem kvótaskerðingarnar, álögurnar og annað slíkt eru þá sé erfiðara fyrir minni aðila að vera í þessu,“ sagði hann. Þrátt fyrir að uppsjávarfyrirtækin séu að kaupa upp bolfisksfyrirtækin sagði Vilhjálmur að störfum sé ekki endilega að fækka heldur fjölga ef eitthvað. „Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af því að aflaheimildirnar eru 90 prósent úti á landi en tæknifyrirtækin byggist miklu meira upp á höfuðborgarsvæðinu. Það rímar ekki saman,“ sagði Vilhjálmur. „Stórkostleg smjörklípa“ að segja samþjöppunina stóra málið Hanna Katrín sagðist sammála því að það væri margt gott að gerast í sjávarútveginum en að tal um að samþjöppun væri stóra málið í fréttunum væri „stórkostleg smjörklípa“ og ætlað að drepa umræðuna. Hún sagði aðalatriðið vera að fyrirtæki fái afnot af þjóðarauðlind án þess að borga „eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir.“ Núna rynni arðurinn af auðlindinni ekki í vasa eigandans, þjóðarinnar, heldur þess sem færi með eignina og „í kjölfarið verða þessi fyrirtæki með sínum styrkleika svo öflug og ráðandi í íslensku atvinnulífi að meira að segja stjórnvöld vilja ekki upplýsa hversu mikið þau eiga í óskyldum rekstri.“ „Við erum komin í stórkostleg vandræði með þessi mál,“ sagði Hanna Katrín. Hún sagði nauðsynlegt að breyta því í stjórnarskrá eða í fiskveiðistjórnunarkerfinu að það verði tímabundnar heimildir í lögum. Þær séu forsenda þess að þjóðin fái gulltryggingu á að hún eigi kvótann og að það myndist eðlilegt markaðsverð. Óttast að stærri fyrirtækin yfirbjóði þau smærri Vilhjálmur sagði þá að ef kvótinn yrði boðinn út myndu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin yfirbjóða þau smærri og sanka að sér aflaheimildum. Hanna sagðist vita að samþjöppunin geti orðið töluverð ef fyrirhugaðar breytingar færu í gegn en þá væri hægt að bregðast við því með reglugerðum um dreift eignarhald og að arðurinn sem fengist færi meðal annars í að mæta slíkri stöðu. Vilhjálmur sagði að það mætti breyta fullt af hlutum í sjávarútvegi en spyr hvort beint afgjald í ríkissjóð sé það eina sem við viljum fá. „Hvað með öll störfin sem þetta skaffar, alla nýsköpunina og að vera burðargrein þjóðarinnar? Er það ekki töluvert afgjald?“ spyr Vilhjálmur. Hanna Katrín sagði að málið snerist ekki um það heldur að eigendur auðlindarinnar fengju sanngjarnt verð fyrir eign sína. Sjávarútvegur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15. júlí 2022 19:31 Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Þessi viðskipti per se finnst mér vera góð fyrir margra hluta sakir, eða allavega betri en þau hefðu getað orðið,“ sagði Vilhjálmur aðspurður hvað honum fyndist um söluna á Vísi til Síldarvinnslunnar. Hann bætti við að fyrir viku síðan hefði almenningur ekki getað vænt þess að kaupa hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Vísi en nú horfði fram á að hann gæti gert það. „Ég held að það sé góð þróun fyrir stærstu fyrirtækin í sjávarútveginum að þau fari á almennan markað.“ Hann sagði að það umdeildasta í fiskveiðistjórninni hafi verið eignarhaldið og hann sjái lausn í því að fleiri komist að borðinu. Því sé hann ánægður að fyrirtækið hefði farið þessa leið af því fjölskyldan hefði getað skipt fyrirtækinu upp og selt það í bútum og fengið meiri pening. Meiri áhyggjur af skorti á uppbyggingu úti á landi „Við þurfum að horfa á það að því meiri sem kvótaskerðingarnar, álögurnar og annað slíkt eru þá sé erfiðara fyrir minni aðila að vera í þessu,“ sagði hann. Þrátt fyrir að uppsjávarfyrirtækin séu að kaupa upp bolfisksfyrirtækin sagði Vilhjálmur að störfum sé ekki endilega að fækka heldur fjölga ef eitthvað. „Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af því að aflaheimildirnar eru 90 prósent úti á landi en tæknifyrirtækin byggist miklu meira upp á höfuðborgarsvæðinu. Það rímar ekki saman,“ sagði Vilhjálmur. „Stórkostleg smjörklípa“ að segja samþjöppunina stóra málið Hanna Katrín sagðist sammála því að það væri margt gott að gerast í sjávarútveginum en að tal um að samþjöppun væri stóra málið í fréttunum væri „stórkostleg smjörklípa“ og ætlað að drepa umræðuna. Hún sagði aðalatriðið vera að fyrirtæki fái afnot af þjóðarauðlind án þess að borga „eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir.“ Núna rynni arðurinn af auðlindinni ekki í vasa eigandans, þjóðarinnar, heldur þess sem færi með eignina og „í kjölfarið verða þessi fyrirtæki með sínum styrkleika svo öflug og ráðandi í íslensku atvinnulífi að meira að segja stjórnvöld vilja ekki upplýsa hversu mikið þau eiga í óskyldum rekstri.“ „Við erum komin í stórkostleg vandræði með þessi mál,“ sagði Hanna Katrín. Hún sagði nauðsynlegt að breyta því í stjórnarskrá eða í fiskveiðistjórnunarkerfinu að það verði tímabundnar heimildir í lögum. Þær séu forsenda þess að þjóðin fái gulltryggingu á að hún eigi kvótann og að það myndist eðlilegt markaðsverð. Óttast að stærri fyrirtækin yfirbjóði þau smærri Vilhjálmur sagði þá að ef kvótinn yrði boðinn út myndu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin yfirbjóða þau smærri og sanka að sér aflaheimildum. Hanna sagðist vita að samþjöppunin geti orðið töluverð ef fyrirhugaðar breytingar færu í gegn en þá væri hægt að bregðast við því með reglugerðum um dreift eignarhald og að arðurinn sem fengist færi meðal annars í að mæta slíkri stöðu. Vilhjálmur sagði að það mætti breyta fullt af hlutum í sjávarútvegi en spyr hvort beint afgjald í ríkissjóð sé það eina sem við viljum fá. „Hvað með öll störfin sem þetta skaffar, alla nýsköpunina og að vera burðargrein þjóðarinnar? Er það ekki töluvert afgjald?“ spyr Vilhjálmur. Hanna Katrín sagði að málið snerist ekki um það heldur að eigendur auðlindarinnar fengju sanngjarnt verð fyrir eign sína.
Sjávarútvegur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15. júlí 2022 19:31 Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15. júlí 2022 19:31
Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01