„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. júlí 2022 13:32 Stelpurnar okkar voru í góðu stuði á æfingu í Rotherham í gær. Vísir/Vilhelm Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. Gert er ráð fyrir methita á Bretlandseyjum í dag en hitinn í Lundúnum gæti verið sá mesti í öllum heiminum og gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn, annað hvort í dag eða á morgun. Svava Kristín Grétarsdóttur íþróttafréttamaður okkar er í Rotherham þessa stundina með Stelpunum okkar. „Staðan í dag, akkúrat núna, hún er allt í lagi. Ég er svo vön að vera á Spáni, en það er auðvitað mjög heitt og það verður kannski fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu,“ segir Svava aðspurð um hvernig veðrið er þessa stundina. Ísland mætir Frakklandi í kvöld um sæti í átta liða úrslitum en yfirvöld í Bretlandi hafa varað fólk við að hitinn geti ógnað heilsu og lífi manna. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig gefið út viðvörun til stuðningsmanna og hvetur stuðningsmenn til að vökva sig vel, nota höfuðfat og bera á sig sólarvörn. Leikurinn fer þó engu að síður fram með ákveðnum ráðstöfunum. „Það er þegar búið að ákveða að það verði vatnspása, ein í fyrri hálfleik og ein í seinni hálfleik, og það virðist vera sem að mótshaldarar séu að hafa smá áhyggjur af þessum hita sem verður í dag,“ segir Svava. Leikurinn sé þó það seint að sólinn verði farin af vellinum sem sé gott. Hvað leikinn sjálfan varðar segir Svava að það sé til mikils að vinna. „Þetta verður erfitt, það verður að segjast, Frakkland er auðvitað með eitt besta liðið í heimi í dag og við erum litla Ísland, en íslenska geðveikin á eftir að koma okkur ansi langt,“ segir hún létt í bragði. Gætu farið áfram þrátt fyrir tap í kvöld Þá verði einnig fróðleikt að fylgjast með hvernig leikur Ítalíu og Belgíu fer, en það væri best fyrir íslenska liðið ef sá leikur endar með jafntefli. „Þó að við töpum á móti Frakklandi, og það verður jafntefli á milli Ítalíu og Belgíu, þá getum við enn þá farið áfram. Þannig þetta er svolítið flókin staða,“ segir hún enn fremur. „En ég hef fulla trú á stelpunum okkar til að sækja sigur í kvöld, ég sé það bara alveg gerast.“ Leikurinn byrjar klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma en stuðningsmenn munu koma fyrr saman á fan zone-inu til að undirbúa sig. Búist er við fimmtán hundruð Íslendingum á svæðinu, jafnvel fleirum. „Það verður mikil stemning,“ segir Svava en hún verður sjálf á svæðinu og í beinni útsendingu á Vísi síðar í dag. EM 2022 í Englandi Bretland Veður Landslið kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. 18. júlí 2022 12:30 Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. 18. júlí 2022 11:30 Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir. 18. júlí 2022 10:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Gert er ráð fyrir methita á Bretlandseyjum í dag en hitinn í Lundúnum gæti verið sá mesti í öllum heiminum og gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn, annað hvort í dag eða á morgun. Svava Kristín Grétarsdóttur íþróttafréttamaður okkar er í Rotherham þessa stundina með Stelpunum okkar. „Staðan í dag, akkúrat núna, hún er allt í lagi. Ég er svo vön að vera á Spáni, en það er auðvitað mjög heitt og það verður kannski fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu,“ segir Svava aðspurð um hvernig veðrið er þessa stundina. Ísland mætir Frakklandi í kvöld um sæti í átta liða úrslitum en yfirvöld í Bretlandi hafa varað fólk við að hitinn geti ógnað heilsu og lífi manna. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig gefið út viðvörun til stuðningsmanna og hvetur stuðningsmenn til að vökva sig vel, nota höfuðfat og bera á sig sólarvörn. Leikurinn fer þó engu að síður fram með ákveðnum ráðstöfunum. „Það er þegar búið að ákveða að það verði vatnspása, ein í fyrri hálfleik og ein í seinni hálfleik, og það virðist vera sem að mótshaldarar séu að hafa smá áhyggjur af þessum hita sem verður í dag,“ segir Svava. Leikurinn sé þó það seint að sólinn verði farin af vellinum sem sé gott. Hvað leikinn sjálfan varðar segir Svava að það sé til mikils að vinna. „Þetta verður erfitt, það verður að segjast, Frakkland er auðvitað með eitt besta liðið í heimi í dag og við erum litla Ísland, en íslenska geðveikin á eftir að koma okkur ansi langt,“ segir hún létt í bragði. Gætu farið áfram þrátt fyrir tap í kvöld Þá verði einnig fróðleikt að fylgjast með hvernig leikur Ítalíu og Belgíu fer, en það væri best fyrir íslenska liðið ef sá leikur endar með jafntefli. „Þó að við töpum á móti Frakklandi, og það verður jafntefli á milli Ítalíu og Belgíu, þá getum við enn þá farið áfram. Þannig þetta er svolítið flókin staða,“ segir hún enn fremur. „En ég hef fulla trú á stelpunum okkar til að sækja sigur í kvöld, ég sé það bara alveg gerast.“ Leikurinn byrjar klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma en stuðningsmenn munu koma fyrr saman á fan zone-inu til að undirbúa sig. Búist er við fimmtán hundruð Íslendingum á svæðinu, jafnvel fleirum. „Það verður mikil stemning,“ segir Svava en hún verður sjálf á svæðinu og í beinni útsendingu á Vísi síðar í dag.
EM 2022 í Englandi Bretland Veður Landslið kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. 18. júlí 2022 12:30 Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. 18. júlí 2022 11:30 Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir. 18. júlí 2022 10:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. 18. júlí 2022 12:30
Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. 18. júlí 2022 11:30
Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir. 18. júlí 2022 10:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti