Íslensku stelpurnar einkar óheppnar upp við mark andstæðinganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 07:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir að loknum leik gegn Frakklandi. Vísir/Vilhelm Ísland féll í gærkvöld úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Þegar vænt mörk (xG) tölfræði mótsins er skoðuð þá er aðeins Danmörk með verri tölfræði fyrir framan mark andstæðinga sinna en íslenska liðið. Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira