Jafntefli kvöldsins, og 1-0 sigur Belgíu á Ítalíu, þýðir að Ísland er úr leik þrátt fyrir að tapa ekki leik.
„Þetta var svekkjandi, fannst – sérstaklega eftir frammistöðu dagsins í dag- að við ættum það ekki skilið (að falla úr leik).“
„Ég var í sjokki. Venjulega þegar við fáum á okkur mark snemma, höfum við ekki svona sýnt góðan karakter geng svona sterku liði. Rifum okkur í gang. Héldum áfram að spila okkar bolta. Þannig ég er ótrúlegt stolt af – frábær frammistaða gegn einu besta landsliði í heimi,“ sagði Sara Björk um mark Frakklands sem kom innan við mínútu eftir að flautað var til leiks.
„Sýnir að við getum spilað fótbolta. Þurfum ekki alltaf að fara í þessa löng bolta, óvenjulega mikið af þeim á mótinu.“
![](https://www.visir.is/i/82E02CE13FCFCC4C0C7A879D01EE88A3D07B0F6CFEE295B4EA8E4A1680ECF280_713x0.jpg)
„Varnarlega og sóknarlega gegn svona sterku liði var þetta einn okkar besti landsleikur. Frábært skipulag á öllu. Yfir höfuð var þetta ótrúlega svekkjandi þar sem leikurinn var frábær og stuðningurinn einnig. Frábært að sjá stúkuna í bláu, syngjandi allan tímann. Maður er stoltur en einnig svekktur.“
„Er bara stolt af öllum í hópnum. Geggjaður hópur. Eigum eftir að fara og gera en betur, fara enn lengra,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir að endingu.