Niðurstaða Íslands einsdæmi í sögu EM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 08:30 Stelpurnar þökkuðu fyrir stuðninginn úr stúkunni eftir jafnteflið gegn Frökkum í gær, vonsviknar á svip eftir að hafa verið svo nálægt því að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið þarf að halda heim á leið frá Englandi í dag þrátt fyrir að vera eitt af sex liðum sem ekki tapaði einum einasta leik í riðlakeppninni á EM kvenna í fótbolta. Ísland gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Frakklandi, Ítalíu og Belgíu, og endaði því með þrjú stig. Það dugði þó ekki til að komast áfram því Frakkar unnu tvo leiki og Belgar unnu svo leik sinn við Ítali í gær, 1-0, og fylgdu Frökkum í 8-liða úrslitin. Auk Íslands og Frakklands voru það aðeins Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar og Svíar sem komust í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. Ísland er eina liðið af þessum sex sem þarf að bíta í það súra epli að falla úr leik. Þar að auki bendir tölfræðiveitan Squawka á þá staðreynd að Ísland er fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni þrátt fyrir að hafa ekki tapað einum einasta leik. Iceland are the first ever side to be knocked out in the group stages of a single European Championship tournament while remaining unbeaten since the group stages were introduced:1-1 vs Belgium1-1 vs Italy 1-1 vs France Not the record they would have wanted. pic.twitter.com/S7dThMPUnX— Squawka (@Squawka) July 18, 2022 Þetta er met sem gerir lítið til að draga úr vonbrigðum Íslendinga, sem voru aðeins einu marki frá því að komast áfram í 8-liða úrslitin. Þannig hefði það dugað liðinu að skora annað mark gegn Frökkum en einnig hefði dugað að Ítalía hefði jafnað metin gegn Belgíu í hinum leik riðilsins. Íslenska liðið getur þó státað sig af því að hafa náð að stöðva langa sigurgöngu Frakka sem höfðu unnið alla sína leiki frá því í apríl árið 2021, eða samtals 16 leiki. Þess má geta að Ísland er ekki eina liðið í sögunni til að falla taplaust úr leik á stórmóti í fótbolta. Það gerðist að minnsta kosti einnig á HM karla árið 2010 þegar Nýja-Sjáland gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en féll úr leik. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Frakklandi, Ítalíu og Belgíu, og endaði því með þrjú stig. Það dugði þó ekki til að komast áfram því Frakkar unnu tvo leiki og Belgar unnu svo leik sinn við Ítali í gær, 1-0, og fylgdu Frökkum í 8-liða úrslitin. Auk Íslands og Frakklands voru það aðeins Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar og Svíar sem komust í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. Ísland er eina liðið af þessum sex sem þarf að bíta í það súra epli að falla úr leik. Þar að auki bendir tölfræðiveitan Squawka á þá staðreynd að Ísland er fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni þrátt fyrir að hafa ekki tapað einum einasta leik. Iceland are the first ever side to be knocked out in the group stages of a single European Championship tournament while remaining unbeaten since the group stages were introduced:1-1 vs Belgium1-1 vs Italy 1-1 vs France Not the record they would have wanted. pic.twitter.com/S7dThMPUnX— Squawka (@Squawka) July 18, 2022 Þetta er met sem gerir lítið til að draga úr vonbrigðum Íslendinga, sem voru aðeins einu marki frá því að komast áfram í 8-liða úrslitin. Þannig hefði það dugað liðinu að skora annað mark gegn Frökkum en einnig hefði dugað að Ítalía hefði jafnað metin gegn Belgíu í hinum leik riðilsins. Íslenska liðið getur þó státað sig af því að hafa náð að stöðva langa sigurgöngu Frakka sem höfðu unnið alla sína leiki frá því í apríl árið 2021, eða samtals 16 leiki. Þess má geta að Ísland er ekki eina liðið í sögunni til að falla taplaust úr leik á stórmóti í fótbolta. Það gerðist að minnsta kosti einnig á HM karla árið 2010 þegar Nýja-Sjáland gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en féll úr leik.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira