Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2022 19:51 Svona mun Hlemmur líta út eftir nokkur ár ef allt fer samkvæmt áætlun. Mandaworks/DLD Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni verður Rauðarárstígur að botnlanga við Gasstöðina þar sem pláss verður fyrir bíla til að snúa við, gerð verða stæði fyrir fatlaða, rafhleðslustæði, leigubílastæði og aðstaða fyrir gangandi og hjólandi. Framkvæmdirnar hófust fyrir helgi en gert er ráð fyrir að verki ljúki næsta vor en framkvæmdir við Hlemm munu þó halda áfram. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf Útboð fyrir næsta áfanga er þegar hafið en það er vegkafli Laugavegar milli Hlemms og Snorrabrautar. Áfram verður þó opið um veginn í kring um Hlemm svo Strætó geti ekið þar óhindrað. Þar á að setja niður gróður, setsvæði, hjólastæði og óformleg leikrými auk þess sem gert verður ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið í göturýmið en þegar framkvæmdum lýkur verður Laugavegur milli Snorrabrautar alla leið að Katrínartúni lokaður fyrir umferð. Strætisvagnar einir munu keyra um Laugaveg frá Katrínartúni og um Hverfisgötu við Hlemm, þar sem stoppistöðvum verður komið fyrir. Hér má sjá hvernig Hlemmtorg, sunnan við Hverfisgötu, verður afmarkað. Lokað verður á bílaumferð um Rauðarárstíg frá Stórholti, Laugaveg austur af Snorrabraut og aðeins strætisvagnar fá að aka um Hverfisgötu.Mandaworks/DLD Auk þess verður Rauðarárstíg sunnan við Hlemm lokað að Stórholti og Þverholt verður lokað fyrir almenna umferð. Á torginu sem myndast með þessu við Hlemm er gert ráð fyrir að rísi byggingar, með mismunandi starfsemi, og þar verði gott útisvæði fyrir gesti og gangandi. Skipulag Reykjavík Umferð Tengdar fréttir Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45 Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni verður Rauðarárstígur að botnlanga við Gasstöðina þar sem pláss verður fyrir bíla til að snúa við, gerð verða stæði fyrir fatlaða, rafhleðslustæði, leigubílastæði og aðstaða fyrir gangandi og hjólandi. Framkvæmdirnar hófust fyrir helgi en gert er ráð fyrir að verki ljúki næsta vor en framkvæmdir við Hlemm munu þó halda áfram. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf Útboð fyrir næsta áfanga er þegar hafið en það er vegkafli Laugavegar milli Hlemms og Snorrabrautar. Áfram verður þó opið um veginn í kring um Hlemm svo Strætó geti ekið þar óhindrað. Þar á að setja niður gróður, setsvæði, hjólastæði og óformleg leikrými auk þess sem gert verður ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið í göturýmið en þegar framkvæmdum lýkur verður Laugavegur milli Snorrabrautar alla leið að Katrínartúni lokaður fyrir umferð. Strætisvagnar einir munu keyra um Laugaveg frá Katrínartúni og um Hverfisgötu við Hlemm, þar sem stoppistöðvum verður komið fyrir. Hér má sjá hvernig Hlemmtorg, sunnan við Hverfisgötu, verður afmarkað. Lokað verður á bílaumferð um Rauðarárstíg frá Stórholti, Laugaveg austur af Snorrabraut og aðeins strætisvagnar fá að aka um Hverfisgötu.Mandaworks/DLD Auk þess verður Rauðarárstíg sunnan við Hlemm lokað að Stórholti og Þverholt verður lokað fyrir almenna umferð. Á torginu sem myndast með þessu við Hlemm er gert ráð fyrir að rísi byggingar, með mismunandi starfsemi, og þar verði gott útisvæði fyrir gesti og gangandi.
Skipulag Reykjavík Umferð Tengdar fréttir Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45 Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45
Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45